Foreldramorgnar

Jólafundur foreldramorgnanna og sá síðasti á þessu misseri verður miðvikudaginn 13. desember. Sr. Sigurður Árni Þórðarson verður með jólahugvekju og gengið verður í kringum jólatréð. Herdís Storgaard, verkefnisstjóri Árvekni hjá Lýðheilsustöð, fallar um slysavarnir barna.

By |2006-12-12T13:27:41+00:0012. desember 2006 13:27|

Litli kórinn og Ellert

í Neskirkju verður síðasta opna hús eldri borgara fyrir jól miðvikudaginn 13 des. Kaffiveitingar verða á Torginu kl. 15 og síðan mun Ellert B. Schram sjá um efni. Litli kórinn syngur undir stjórn Ingu J. Backmann. Undirleikari Reynir Jónasson. […]

By |2006-12-12T08:37:47+00:0012. desember 2006 08:37|

Þekkirðu lykilorðin tvö?

En hvað segir þá kirkjan okkar um endalokin og hinsta dóm? Hvernig mun okkur reiða af í þessu drama dóms og heimsslita? Verðum við dæmd af verkum okkar? Skiptir máli hversu margar jólagjafir ég gef, hve miklu ég eyði í gjafir og góðgerðir? Krefst dauðinn þess sem lífið lánaði í líku hlutfalli og fésýslumennirnir Metúsalem [...]

By |2006-12-10T15:46:23+00:0010. desember 2006 15:46|

Messa 10. des. kl. 11 – Ótrúleg framtíðarsýn!

Textar sunnudagsins eru magnaðir! Viltu undirbúa þig? Lestu þá: Jesaja 35.1-10, Hebr 10.35-37 og Markúsarguðspjall 13.31-37. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju leiðir söng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffi og spjall eftir messu. Undirbúum jólin með því að sækja messur á aðventunni.

By |2006-12-08T18:47:06+00:008. desember 2006 18:47|

Gemsakrækir

Nýr jólasveinn virðist hafa verið á ferð í Neskirkju, þriðjudaginn 5. des. um kvöldmatarleytið og tekið forláta farsíma sóknarprestsins af Nokia E61 gerð sem er alhliða tölvusími. Í honum er dagbók og mikið af upplýsingum. Ef þú hittir kauða, láttu okkur þá vita.

By |2006-12-07T09:03:39+00:007. desember 2006 09:03|

Aðventan prófar lífið.

Ef þú hefur ekki tíma á aðventunni fyrir það, sem mestu máli skiptir, hefur þú aldrei tíma fyrir lífið. Lífshamingja undir ljósastaurum getur verið tál. Hugleiðing Sigurðar Árna 1. sunnudag í aðventu er hér.

By |2006-12-06T00:00:00+00:006. desember 2006 00:00|

Alfa-námskeið

Í kvöld, þriðjud. 5. des. kl. 19-22, verður lokasamvera Alfa-námskeiðs sem staðið hefur yfir frá því í byrjun október. Næsta námskeið (Alfa 2) hefst væntanlega í byrjun febrúar 2007.

By |2006-12-05T11:48:53+00:005. desember 2006 11:48|

Svefn og svefnvandamál ungbarna

Á næsta foreldramorgni, miðvikudaginn 6. desember, mun Ingibjörg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur koma í heimsókn og fjalla um svefn og svefnvandamál ungbarna. Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00.

By |2006-12-05T09:14:34+00:005. desember 2006 09:14|

Spes-hjálparstarf

Miðvikudaginn 6. desember mun Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus, koma í Opið hús og segja frá hjálparstarfi Spes samtakanna í Afríku. Eins og venjulega eru kaffiveitingar kl. 15 en dagskráin hefst kl. 15.30. Dagskrá haustið 2006 er hægt að nálgast hér.

By |2006-12-04T10:42:15+00:004. desember 2006 10:42|

Leiðin til Betlehem

Við upphaf aðventu koma ungir og aldnir saman í Neskirkju og hefja förina til Betlehem. Í messunni 3. desember kl. 11 sjá fermingarbörnin um helgileik, barnakórinn syngur og einnig Litli kórinn, kór eldri borgara. Í messulok verða kerti seld til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. […]

By |2006-12-02T09:38:10+00:002. desember 2006 09:38|