Við skúrum heimlin og nú er komið að sálarþrifum. Jóhannes skírari kallar eftir iðrun í guðspjalli þriðja sunnudags í aðventu. Kirkjuganga gerir þér gott. Allir eru velkomnir kirkju og ekki síst þú!
Við skúrum heimlin og nú er komið að sálarþrifum. Jóhannes skírari kallar eftir iðrun í guðspjalli þriðja sunnudags í aðventu. Kirkjuganga gerir þér gott. Allir eru velkomnir kirkju og ekki síst þú!
Í messunni 17. desember kl. 11 leikur Reynir Jónasson á hljóðfærið, félagar i kór Neskirkju syngja. Prestar, sem þjóna fyrir altari, eru Toshiki Thoma og Sigurður Árni Þórðarson, sem prédikar. Lesari er Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Nessóknar. Aðstoð við útdeilingu Hanna Johannessen, varaformaður sóknarnefndar. Meðhjálpari Rúnar Reynisson.
Sunnudagaskólabörnin taka þátt í fyrri hluta messunnar en fara í safnaðarheimilið eftir að lexía og pistill hafa verið lesin. Fermingarbörnin vinna verkefni eftir messu. Stjórn sunnudagaskólans eru Guðmunda I. Gunnarsdóttir, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson.
Kirkjuganga á aðventu eflir lífsgæðin!