Hinn árlega tónlistarhátíð Neskirkju, Tónað inn í aðvetnu, hefst n.k. laugardag kl. 13.00 með sameiginlegum tónleikum ungs tónlistarfólks í Vesturbænum.

Hinn árlega tónlistarhátíð Neskirkju, Tónað inn í aðvetnu, hefst n.k. laugardag kl. 13.00 með sameiginlegum tónleikum ungs tónlistarfólks í Vesturbænum. Þar koma fram barnakórar Dómkirkju og Neskirkju, tónlistarskólin DoReMi og Skólahljómsveit Vesturbæjar.

Biber tríóið
Sunnudagurinn 19. nóvember kl. 17:00
Biber tríóið sem skipað er Martin Frewer, Dean Ferral og Steingrími Þórhallssyni frumflytja á Íslandi tónlist barroktímans, m.a. verk eftir Locatelli, Schmelzer og Biber. Sérstakur gestur verður Sigurður Halldórsson sem spilar á sópran- selló.

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
Miðvikudagurinn 22. nóvember kl. 20:00
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins leikur sinfóníu í g-moll nr 40 eftir Mozart og konsert fyrir selló og hljómsveit eftir Haydn. Einleikari er Margrét Árnadóttir. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson.

Flauta og gítar
Fimmtudaginn 23. nóvember 20:30
Pamela De Sensi flautuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari leika fjölbreytta tónlist í safnaðarheimilinu ásamt óvæntum gestum.

Jazztríó
Föstudaginn 24. nóvember 20:00
Jazztríó Agnars Más Magnússonar jazzar nokkur þjóðlög og sálma ásamt því að flytja frumsamið efni.

Háskólakórinn
Laugardaginn 25. nóvember 17:00
Háskólakórinn flytur Gloriu eftir Vivaldi og Magnificat eftir Buxtehude ásamt hljómsveit og einsöngvurum. Stjórnandi Hákon Leifsson. Miðaverð 2000 krónur

Orgeltónleikar
Sunnudaginn 26. nóvember 17:00
Steingrímur Þórhallsson organisti Neskirkju heldur sína árlegu orgeltónleika og flytur verk eftir Bach, Guilmant og Frescobaldi.

Rinascente
Föstudagurinn 1. desember 20:00
Rinascente, Hallveig Rúnarsdóttir, Hrólfur Sæmundsson og Steingrímur Þórhallsson flytja tónlist 17. aldar, Frescobaldi og Gabrieli.

Kórtónleikar
Sunnudagurinn 3. desember 17:00 fyrstu sunnudagur í aðventu
Kór Neskirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytur litlu orgelmessuna eftir Haydn og Kantötu BWV 45 “Es ist dir gesagt” eftir Bach. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson.