Skráning á kyrrðardag í Neskirkju er í síma 511-1560 eða með tölvupósti í neskirkja@neskirkja.is Gerið svo vel að skrá ykkur í síðasta lagi föstudaginn 3. nóvember.
Dagskrá kyrrðardagsins hefst á Torginu, þ.e. kaffihúsinu, kl. 10 laugardaginn 4. nóvember. Í byrjun verður kynning á dagskrá og skipulagi. Síðan verður haldið í kirkju, íhugað. Dagkráin verður síðan gönguferð, íhuganir, máltíðir, slökun og helgistund. Kyrrðardagur er fyrir alla og allir velkomnir. Gjald er kr. 3500 og dekkar máltíðir og allan kostnað.
Mælt er með að fólk komi með lesefni, ritföng, Biblíu, en líka teppi og kodda vegna einnar slökunarstundar. Ein gönguferð verður farin og því gott að vera með góða gönguskó, auk inniskófatnaðar. Hlý úlpa eða yfirhöfn er meðmælanleg líka fyrir gönguferðina.