Séra Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Allir aldurshópar safnast saman í kirkjunni kl. 11.
Séra Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Meðhjálpari: Rúnar Reynisson. Allir aldurshópar safnast saman í kirkjunni kl. 11.
Eftir lestur lexíu og pistils fylgja börnin ljósinu sem tendrað er af altarinu og fara í safnaðarheimilið til að njóta sérstakrar dagskrár við þeirra hæfi undir stjórn Sigurvins Jónssonar, guðfræðinema og Bjargar Jónsdóttur, læknanema. Ari Agnarsson, leikur á hljóðfæri í barnastarfinu.
Fermingarbörnin hafa þegar fengið fræðslu um altarisgönguna og mega því ganga til altaris allan veturinn fyrir ferminguna.
Foreldrar eru hvattir til að taka ófermd börn sín með til altaris þar sem þau hljóta blessun.
Í altarisgöngunni segjum við, já, við hugsjónum Krists, lífi hans og starfi, dauða hans og upprisu, fyrirgefningu og eilífri lífgjöf.
Fermingarbörn sem taka þátt í messunni vinna verkefni sitt í kirkjunni að messu lokinni og fá stimpil í Vinnubókina til staðfestingar á mætingu.
Kaffisopi á Torginu eftir messu.
Á undan messunni, kl. 10.40 er sérstök söngæfing á Torginu, ætluð safnaðarfólki. Steingrímur organisti fer þá yfir einn eða tvo sálma sem sérstök áhersla verður lögð á í messunni.