Eðalkaffi, espresso, café latte, capuccino, machiato og margskonar te er hægt að fá á Torgi Neskirkju ásamt núybökuðu brauði og sætmeti.
Kaffihúsið er opið alla virka daga nema laugardaga frá kl. 9-16.
Á Torginu er ennfremur þráðlaust netsamband og staðurinn því tilvalinn til netvinnslu, funda eða annarra stefnumóta.
Kirkjan er líka opin. Þar ríkir kyrrð og helgi. Hægt er að tendra bænaljós í forkirkjunni og eiga kyrrðarstund í erli dagsins. Helgistund er heilsubót.