Í Neskirkju er fyrsta flokks aðstaða til athafna, funda og veisluhalda. Sjálf er kirkjan björt og vistleg. Í henni er nýlegt orgel, flygill og hljóðkerfi. Sæti eru þægileg og rými er gott.
Safnaðarheimili kirkjunnar býður upp á marga kosti hvað varðar fjölda gesta og umgjörð. Fyrir fámennar samkomur er hluti svæðisins stúkaður af en í salnum má halda veislur fyrir á fimmta hundrað gesta. Húsnæðið er vinsælt fyrir veisluhöld og móttökur. Má þar nefna erfidrykkjur, fermingarveislur, afmæli og fundi og námskeið. Þar er hljóðkerfi, sýningartjald, þráðlaust netsamband og vel búið eldhús. Kirkjan leggur til starfsfólk og verktaka sem þekkja vel til allrar aðstöðu.
Verið velkomin í heimsókn!
Safnaðarheimilið er opið milli kl. 9 og 16 virka daga og starfsfólk kirkjunnar veitir fúslega allar upplýsingar og leiðsögn í síma 511 1560 eða á runar@neskirkja.is