Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Hundrað og þrjú ráð úr Biblunni

Krossgötur mánudaginn 14. október kl. 13.00. Bók Pétrínu Mjallar Jóhannesdóttur hefur fengið prýðilegar viðtökur en þar deilir hún af þekkingu sinni á bókum Biblíunnar og sækir í þær 103 gagnleg ráð fyrir daglegt líf. Hún fjallar um bók sína á Krossgötum í Neskirkju og leiðir samtalið yfir kaffibolla og meðlæti.

By |11. október 2024 09:11|

Námskeið um Biblíuna

Námskeið um Biblíuna, sögu og samsetningu, verður í Neskirkju sunnudagana 13. og 20. október kl. 12.30.  Námskeiðið er í umsjón dr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, prests í Neskirkju. Þar verður farið yfir Biblíuna, samsetningu hennar og sögu. Námskeiðið hefst að lokinni messu. Súpa og kaffi eru í boði fyrir námskeiðsgesti við [...]

By |11. október 2024 09:05|

Messa, sunnudagaskóli og námskeið um Biblíuna 13. október

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 13. október. Sameiginlegt upphaf inni í kirkjunni en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Í messunni syngur Háskólakórinn og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir leiðir leiki söng og sögur í sunnudagaskólanum með [...]

By |9. október 2024 15:33|

Gróður- og uppskerumessa sunnudaginn 6. október

Við fögnum gjöfum jarðar með erindum og blómstrandi helgihaldi: kl. 10:00 er örþing: Guðbjörg Gissurardóttir, framkvæmdastýra Í boði náttúrunnar: Á grænni vegferð í lífi og starfi. Halldór Reynisson, prestur: Loftslagsváin, er 68 kynslóðin að gera eitthvað? kl. 11:00 er gróskumessa. Steingrímur Þórhallsson, organisti og gróskumaður, flytur sálma með Kórnum. Sr. [...]

By |2. október 2024 16:13|

Messa og sunnudagaskóli 29. september

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Þar verður söngur, leikur og sögur í umsjá Kristrúnar Guðmundsdóttur, Karólínu Bjargar Óskarsdóttur og Ara Agnarssonar undirleikara. Við messuna syngur Kór Neskirkju og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og [...]

By |26. september 2024 11:13|

Sigurgeir Sigurðsson biskup

Krossgötur mánudaginn 23. september kl. 13.00. 20. öldin var umbrotatími á mörgum sviðum þjóðlífsins og er þjóðkirkjan þar engin undantekning. Á árunum 1939 til 1953 sat Sigurgeir Sigurðsson í biskupsstól og hafði hann mótandi áhrif á starf og skipulag kirkjunnar. Hann átti frumkvæðið að skiptingu Reykjavíkur í sóknir og beitti [...]

By |21. september 2024 09:31|

Messa 22. september

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir barnastarfið sem hefst á sama tíma. Kaffi og meðlæti á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson

By |21. september 2024 09:23|

Biskup á breytingatímum: Jón biskup Helgason

Krossgötur mánudaginn 16. september kl. 13.00. Biskup á breytingatímum: Dr.Gunnar Kristjánsson fer yfir sögu Jóns biskups Helgasonar, segir frá námsárum hans í Kaupmannahöfn og kynnum hans af þýskum guðfræðingum á námsárum sínum. Síðan verður fjallað um kennslustörf hans og rektorsstörf við Háskólann. Farið verður allítarlega yfir störf hans sem biskups og [...]

By |13. september 2024 10:44|

Messa 15. september

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur messar í forföllum prestanna sem eru í Vatnaskógi með fermingabörn. Kristrún og samstarfskonur hennar leiða barnastarfið með söng og leik. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni.

By |13. september 2024 10:40|

Þórhallur Bjarnasson – Fyrsti 20. aldar biskupinn á Íslandi

Á fyrsta Krossgötuerindi haustsins, mánudaginn 9. september kl. 13:00,  fjallar dr. Hjalti Hugason um Þórhall Bjarnarson, fyrsta 20. aldarbiskupinn á Íslandi. Áhersla verður lögð á viðleitni hans til að færa kirkjuna til nútímalegra horfs en verið hafði sem og afstöðu hans til breytts sambands ríkis og kirkju. Sérstök áhersla verður [...]

By |6. september 2024 13:02|