10. nóvember: Messa, sunnudagaskóli og Biblíulestur
Messa og sunnudagaskóli verða að venju sunnudag kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Textar og þema messunnar er Kristniboðsdagurinn. Eftir sameiginlegt upphaf í kirkjunni fara börnin í safnaðarheimilið þar sem við tekur söngur, leikir og [...]
Biblíulestrar í Neskirkju á sunnudögum – textar sem tengjast aðventu og jólum skoðaðir
Biblíutextar sem tengjast aðventu og jólum verða lesnir og ræddir í fjóra sunnudaga, frá 10. nóvember til 1. desember. Biblíulesturinn hefst kl. 12.30 alla dagana og er í safnaðarheimilinu. Gert er ráð fyrir að hvert skipti taki um klukkustund og hefjist á léttri hressingu. Aðventan er upphaf nýs kirkjuárs og [...]
Krossgötur – Listaspjall
Krosgötur mánudaginn 4. nóvember kl. 13.00 Listaspjall. Hreinn Hákonarson. Hvaða hlutverki gegna steindir gluggar í kirkjum? Stefnumót myndlistar og trúar hafa leitt af sér margvíslegar víddir. Hreinn leggur stund á meistaranámi í listasögu og í erindi sínu fjallar hann um trúarlega myndlist. Kaffiveitingar.
Hallgrímur í tali og tónum
Lokaviðburður menningarviku sem tileinkuð er Hallgrími Péturssyni eru kórtónleikar Kórs Neskirkju 2. nóvember kl. 17.00. þar sem flutt verða kórverk við texta sálmaskáldsins. Á dagskrá verður Kvöldvers eftir Tryggva Baldvinsson, Ölerindi eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Fyrir mig Jesú þoldir þú eftir Sigurð Sævarsson, ásamt verkum eftir Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur, [...]
Allra heilagra messa, sunnudaginn 3. nóvember
Allra heilagra messa kl. 11:00. Látinna minnst í tali og tónum. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Barnastarfið er á sínum stað með sögum og söng. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffi á Torginu að messu lokinni.
Tónlist á tíma Hallgríms
Þriðjudaginn 29. október kl. 20.30 orgel og sembaltónleikar. Á þessum tónleikum kynnir Steingrímur Þórhallsson, organisti við Neskirkju, nokkur tónskáld sem störfuðu á tíð Hallgríms Péturssonar. Flutt verða orgel og sembalverk eftir meðal annars Louis Couperin, Dietrich Buxtehude, Johann Jakob Froberger, Girolamo Frescobaldi, Bernardo Paqsquini og Henry Purcell.
Quigong
Krossgötur mánudaginn 28. október kl. 13.00. Ástbjörn Egilsson segir okkur frá Kinversku undraleikfiminni Quigong og fer með okkur í gegnum æfingarnar.
Hátíðarmessa og opnun sýningar
Hátíðarmessa á dánardegi Hallgríms Péturssonar kl. 11.00. Sr. Skúli S. Ólafsson predikar og Sr. Örn Bárður Jónsson flytur sálminn ,,Um dauðans óvissan tíma". Sálmar og kórverk eftir Hallgrím Pétursson verða flutt og orgelverkið „1674" frumflutt. Sunnudagskóli á sama tíma. Sýning sr. Arnar Bárðar Jónssonar, Vatn og jörð opnar á Torginu [...]
Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 20. október
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og með henni þjónar vaskur hópur úr barnastarfi kirkjunnar. Hressing og samfélag á torginu eftir stundina. Kl. 12.30-13.30 verður námskeið um Biblíuna, tilurðarsögu og samsetningu, í umsjá sr. Steinunnar. Það er öllum opið.
Sigurbjörn Einarsson: Náðarvald yfir bókaþjóð
Krossgötur mánudaginn 21. október kl. 13. Haraldur Hreinsson lektor flytur erindi Sigurbjörn Einarsson, biskup. Kaffiveitingar.