Gamlárskvöld
Aftanssöngur kl. 18.00. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Sunndudagurinn 29. desember
Guðsþjónusta sunnudaginn 29. desember kl. 11:00. María Kristín Jónsdóttir er við hljóðfærið og félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn. Barnastarfið er á sínum stað og kaffiveitingar bíða að helgihaldinu loknu. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og ræðir hann meðal annars hin svo nefndu apókrýfu guðspjöll sem fjalla um bernskuár [...]
Fjölskyldustund og jólaball barnastarfsins
Annar í jólum kl. 11.00. Helgistund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna. Að henni lokinni hefst jólaball sunnudagaskólans þar sem gengið verður í kringum jólatréð og sungið dátt við undirleik Ara Agnarssonar. Góðir gestir kíkja við, gefa börnunum jólaglaðning og skemmta ungum sem öldnum. Umsjón hafa sr. Steinunn Arnþrúður og leiðtogar [...]
Jóladagur
Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Þórunn Helena Jónsdóttir og Björney anna Aronsdóttir nemendur í MÍT leika á fiðlu. Prestar eru, sr. Skúli S. ÓIafsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir sem predikar
Nóttin var sú ágæt ein
Söngvar á jólanótt kl. 23.30. Sungnir verða jólasálmar og vonartextar Biblíunnar lesnir. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Sr. Skúli S. Ólafsson leiðir stundina og flytur hugvekju. Þessi samvera færir okkur kyrrð og helgi eftir gleði og glaum kvöldsins.
Aftansöngur á aðfangadagskvöld
Aftansöngur kl. 18.00. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Trompet: Hringur Gretarsson. Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestar eru sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson sem predikar.
Jólastund barnanna
Á aðfangadag kl. 16.00 verður helgistund fyrir börn og fjölskyldur þeirra meðan beðið er eftir að jólin verði hringd inn. Stúlknakór Neskirkju syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur inn í gleði og hátíð jólanna. Steingrímur Þórhallsson leikur undir söng. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir [...]
4. sunnudagur í aðventu
Guðsþjónusta og jólasöngvar kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Maríu Kristínar Jónsdóttur sem er við hljóðfærið. Barnastarfið er á sínum stað með sögum, söng og leik. Kaffi á Torginu. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Aðventu – og jólasálmar í guðsþjónustu
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Í guðsþjónustunni verður áhersla á aðventu og jólasálma, kyrrð og eftirvæntingu. Þórunn Helena Jónsdóttir leikur á fiðlu, félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Í sunnudagaskólanum verður jólasagan sögð í tali og tónum. Umsjón hefur Kristrún Guðmundsdóttir og [...]
Messa og sýning annan í aðventu
Messa og opnun myndlistarsýningar kl. 11:00. Sýning Þórdísar Erlu Zoega verður opnuð og fjallað verður um verkin í predikun. Barnastarfið á sínum stað með söng og leik. Félagar úr Kór Neskirkju syngja við raust undir stjórn organistans Steingríms Bacon Þórhallssonar. Kaffiveitingar á Torginu þar sem gestir virða fyrir sér verk [...]