Hátíðarmessa á fyrsta sunnudegi í aðventu
Hátíðarmessa, sunnudaginn 3. desember, kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr Skúli Ólafsson og sr Helga Kolbeinsdóttir þjóna. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Nönnu og Lilju. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu eftir messu.
Sálmabók Guðbrands Þorlákssonar
Sunnudaginn 3. desember kl. 17:00 fjöllum við um nýja útgáfu á Sálmabók Guðbrands Þorlákssonar í Neskirkju. Fyrsta útgáfa sálmabókarinnar var prentuð á Hólum í Hjaltadal 1589 og heitir: „Ein ný sálmabók með mörgum andlegum sálmum ...“ Í sálmabók Guðbrands eru nótur með mörgum sálmanna sem segja má að hafi verið nýjung [...]
Messías
Tónleikar í Neskirkju 2. desember kl. 16:00. Kór Neskirkju flytur óratóríuna Messías eftir Handel í tilefni af 20 ára afmæli kórsins í núverandi mynd og undir stjórn Steingríms Þórhallsonar. Þetta er fjórða sinn sem kórinn flytur verkið og nú í samvinnu við hljómsveit og framúrskarandi einsöngvara undir stjórn Steingríms. Kórinn minnist [...]
Messa 26. nóvember
Messa sunnudaginn 26. nóvember kl.11:00. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Háskólakórinn syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Barnastarfið er á sínum stað í umsjá, Kristrúnar, Ara og Nönnu. Boðið er upp á kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni.
Krossgötur – Tríó Vest
Krossgötur þriðjudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Tríó Vest spilar verk eftir Brahms og íslensk tónskáld. Hópinn skipa Áslaug Gunnarsdóttir, píanó, Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir, fiðla, og Victoria Taravskaia, selló. Kaffiveitingar.
Pílagrímsferðir
Krossgötur þriðjudaginn 21. nóvember kl. 13.00 Sr. Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni, segir frá pílagrímsferðum eftir Jakobsveginum á Íberíuskaga. Kaffiveitingar.
Ástin, trú og tilgangur lífsins
Messa og barnastarf sunnudaginn 19. nóvember kl. 11:00. Það ber til tíðinda að fyrrum Neskirkjuklerkur, sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og kynnir svo nýtúkomna postillu sína, Ástin, trú og tilgangur lífsins, á Torginu að messu lokinni. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngu, [...]
Skáldakvöld
Svo vel ber í veiði í útgáfumálum guðfræðinga að tveir úrvalsmenn úr þeim ranni hafa gefið út bók. Bjarni Karlsson kallar sína Bati frá Tilgangsleysi. Ljóðabók Guðmundar Brynjólfssonar heitir Hrópað úr tímaþvottavélinni. Skúli S. Ólafsson talar svo fyrir hönd lesenda og fjallar um bækurnar. Súpa verður á boðstólnum og vínlögg ef fólk [...]
Fatasöfnun
Í eitt og hálft ár núna hefur verið móttaka í Neskirkju fyrir flóttafólk í Úkraínu. Nú vilja þau sem hafa skipulagt söfnunina fyrir þennan hóp, ásamt flóttafólkinu, bjóða Grindvíkingum að koma í Neskirkju á mánudögum og fimmtudögum í vetur. Móttakan er opin frá kl 18:00-19:30 og heitt á könnunni. Allir [...]
Þverun
Krossgötur, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Rúnar Reynisson hefur ásamt Sigríði Elínar Haraldsdóttur einsett sér að ganga fagra landið Ísa. Ferðin hófst yst á Reykjanestánni og lýkur að Fonti á Langanesi. Kaffiveitingar.