4. sunnudagur í aðventu
Guðsþjónusta og jólasöngvar kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Maríu Kristínar Jónsdóttur sem er við hljóðfærið. Barnastarfið er á sínum stað með sögum, söng og leik. Kaffi á Torginu. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Aðventu – og jólasálmar í guðsþjónustu
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Í guðsþjónustunni verður áhersla á aðventu og jólasálma, kyrrð og eftirvæntingu. Þórunn Helena Jónsdóttir leikur á fiðlu, félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Í sunnudagaskólanum verður jólasagan sögð í tali og tónum. Umsjón hefur Kristrún Guðmundsdóttir og [...]
Messa og sýning annan í aðventu
Messa og opnun myndlistarsýningar kl. 11:00. Sýning Þórdísar Erlu Zoega verður opnuð og fjallað verður um verkin í predikun. Barnastarfið á sínum stað með söng og leik. Félagar úr Kór Neskirkju syngja við raust undir stjórn organistans Steingríms Bacon Þórhallssonar. Kaffiveitingar á Torginu þar sem gestir virða fyrir sér verk [...]
Fyrsti sunnudagur í aðventu
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sungin verða jólalög af ýmsu tagi. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina með starfsfólki úr sunnudagaskólanum. Hressing og samféla á torginu að lokinni guðsþjónustu. Kl. 12.30 Biblíulestur í umsjón sr. Steinunnar. Farið verður yfir jólaguðspjallið [...]
Tríó Vest
Krossgötur mánudaginn 2. des kl. 13.00 Tríó Vest spilar Strauss valsa, tvo Tangóa og tvö jólalög. Tríóið skipa þær: Áslaug Gunnarsdóttir píanó, Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla, Victoria Tarevskaia selló. Kaffiveitingar á Torginu.
Messa 24. nóvember
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestar kirkjunnar þjóna í messunni en sr. Örn Bárður Jónsson predikar. Í sunnudagaskólanum verður söngur og sögur. Umsjón hafa Guðrún Eggerts Þórudóttir, Karen Sól Helgadóttir og Ari Agnarsson sem leikur undir söng. Hressing og [...]
Krossgötur – heimskókn í Eddu
Krossgötur mánudaginn 25. nóvember kl. 13.00. Heimur í orðum er handritasýning sem hefur að geyma helstu dýrgripi íslensk menningararfs, íslensku miðaldahandritin. Þar eru fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsir aðrir textar sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Á sýningunni er kappkostað að opna þennan fjölbreytta heim [...]
Helgihald og biblíulestur 17. nóvember
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf að vanda. Félagar úr háskólakórnum syngja og leiða söng undir stjórn og við undirleik Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er Skúli Sigurður Ólafsson. Umsjón með sunnudagaskóla hafa sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ari Agnarsson, sem leikur undir söng. Þar verður fjallað um fugla himins og [...]
Skírnin á breytingaskeiði
Krossgötur mánudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Norrænar rannsóknir á sviði skírnarinnar leiða í ljós umtalsverðar breytingar á þessu sviði. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir ræðir þessi mál og setur í samhengi breytinga á sviði samfélagsmála og menningar. Kaffiveitingar.
Ísland þverað
Krossgötur mánudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Þau Sigríður Haralds- Elínardóttir og Rúnar Reynisson hafa nú lokið göngu frá Reykjanestá og austur á Langanes og þar með gengið lengstu leiðina yfir eyjuna okkar. Þau segja frá því sem þeim fannst markvert úr þessum merkilega leiðangri. Kaffiveitingar.