Krossgötur – heimskókn í Eddu
Krossgötur mánudaginn 25. nóvember kl. 13.00. Heimur í orðum er handritasýning sem hefur að geyma helstu dýrgripi íslensk menningararfs, íslensku miðaldahandritin. Þar eru fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsir aðrir textar sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Á sýningunni er kappkostað að opna þennan fjölbreytta heim [...]
Helgihald og biblíulestur 17. nóvember
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf að vanda. Félagar úr háskólakórnum syngja og leiða söng undir stjórn og við undirleik Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er Skúli Sigurður Ólafsson. Umsjón með sunnudagaskóla hafa sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ari Agnarsson, sem leikur undir söng. Þar verður fjallað um fugla himins og [...]
Skírnin á breytingaskeiði
Krossgötur mánudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Norrænar rannsóknir á sviði skírnarinnar leiða í ljós umtalsverðar breytingar á þessu sviði. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir ræðir þessi mál og setur í samhengi breytinga á sviði samfélagsmála og menningar. Kaffiveitingar.
Ísland þverað
Krossgötur mánudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Þau Sigríður Haralds- Elínardóttir og Rúnar Reynisson hafa nú lokið göngu frá Reykjanestá og austur á Langanes og þar með gengið lengstu leiðina yfir eyjuna okkar. Þau segja frá því sem þeim fannst markvert úr þessum merkilega leiðangri. Kaffiveitingar.
10. nóvember: Messa, sunnudagaskóli og Biblíulestur
Messa og sunnudagaskóli verða að venju sunnudag kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Textar og þema messunnar er Kristniboðsdagurinn. Eftir sameiginlegt upphaf í kirkjunni fara börnin í safnaðarheimilið þar sem við tekur söngur, leikir og [...]
Biblíulestrar í Neskirkju á sunnudögum – textar sem tengjast aðventu og jólum skoðaðir
Biblíutextar sem tengjast aðventu og jólum verða lesnir og ræddir í fjóra sunnudaga, frá 10. nóvember til 1. desember. Biblíulesturinn hefst kl. 12.30 alla dagana og er í safnaðarheimilinu. Gert er ráð fyrir að hvert skipti taki um klukkustund og hefjist á léttri hressingu. Aðventan er upphaf nýs kirkjuárs og [...]
Krossgötur – Listaspjall
Krosgötur mánudaginn 4. nóvember kl. 13.00 Listaspjall. Hreinn Hákonarson. Hvaða hlutverki gegna steindir gluggar í kirkjum? Stefnumót myndlistar og trúar hafa leitt af sér margvíslegar víddir. Hreinn leggur stund á meistaranámi í listasögu og í erindi sínu fjallar hann um trúarlega myndlist. Kaffiveitingar.
Hallgrímur í tali og tónum
Lokaviðburður menningarviku sem tileinkuð er Hallgrími Péturssyni eru kórtónleikar Kórs Neskirkju 2. nóvember kl. 17.00. þar sem flutt verða kórverk við texta sálmaskáldsins. Á dagskrá verður Kvöldvers eftir Tryggva Baldvinsson, Ölerindi eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Fyrir mig Jesú þoldir þú eftir Sigurð Sævarsson, ásamt verkum eftir Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur, [...]
Allra heilagra messa, sunnudaginn 3. nóvember
Allra heilagra messa kl. 11:00. Látinna minnst í tali og tónum. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Barnastarfið er á sínum stað með sögum og söng. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffi á Torginu að messu lokinni.
Tónlist á tíma Hallgríms
Þriðjudaginn 29. október kl. 20.30 orgel og sembaltónleikar. Á þessum tónleikum kynnir Steingrímur Þórhallsson, organisti við Neskirkju, nokkur tónskáld sem störfuðu á tíð Hallgríms Péturssonar. Flutt verða orgel og sembalverk eftir meðal annars Louis Couperin, Dietrich Buxtehude, Johann Jakob Froberger, Girolamo Frescobaldi, Bernardo Paqsquini og Henry Purcell.