Bannfæring
Fræðslukvöld 
vor 2019

Á þremur fræðslukvöldum í Neskirkju, 14., 21. og 28. ferbrúar kl. 20.00 verður rætt um bannfæringar og útskúfun í margbreytilegum samfélögum. Fátt lýsir betur samfélögum, eðli þeirra og uppbyggingu en að rýna í skráðar og óskráðar reglur um útskúfun. Slíkar hugmyndir birtast á öllum tímum og þar er samtími okkar engin undantekning. Innan kirkjunnar var talað um bannfæringar (excommunicatio) sem fólu í sér að fólk fékk ekki að ganga til altaris („sett út af sakrametinu“) eða var einangrað með öðrum hætti þar til yfirbót hafði farið fram.

Guðfræðingarnir Bjarni Randver Sigurvinsson og Skúli S. Ólafsson sjá um dagskrána og byggja umræðuna á rannsóknum á sviði sagnfræði og félagsfræði á trúarhreyfingum og taka dæmi úr frásögnum, dómabókum og öðrum heimildum.

2017

Samtal á kirkjutorgi
Fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17

Þjónandi forysta

,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. Forysta hans hefst með eðlislægri tilfinningu um að þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða.” Robert K. Greenleaf (1970)

Þjónandi forysta er hugsjón sem byggir á sterkum siðferðislegum grunni, skilar framúrskarandi árangri og veitir leiðtoganum frelsi og lausn undan ýmsum íþyngjandi þáttum í starfi sínu. 

Samtal á Kirkjutorgi er vettvangur þar sem fólk kemur saman og ræðir um þjónandi forystu frá margvíslegu sjónarhorni.

4. febrúar. Heilbrigðari, hæfari, frjálsari og sjálfstæðari?

Skúli S. Ólafsson sóknarprestur í Neskirkju. Markmið þjónandi leiðtoga og mælikvarðinn á störf hans liggja í því hvernig fólkið í umhverfi hans vex og dafnar.

3. mars. Er þjónandi forysta þrælgóð forysta?

Sigurður Ragnarsson sviðsstjóri viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst. Fjallað verður um hvers vegna þjónandi forysta nýtur mikilla vinsælda og velt upp nokkrum þáttum sem mögulega liggja þar að baki. Í þessu samhengi verður hugleitt hvað það þýðir að þjóna og leiða og hvers vegna fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar velja að iðka þjónandi forystu.

14. apríl. Þjónandi forysta og menningarfærni.

Birna Gerður Jónsdóttir ljósmóðir og aðstoðardeildarstjóri á fæðingarvakt Landspítala. Fjallað verður um tengsl þjónandi forystu og menningarfærni þar sem sameiginlegar stoðir eru vitund, þekking, næmi, samskipti, hæfni og löngun til að byggja upp fólk og efla.

4. maí. Að stjórna eigin líðan (ath! miðvikudagur)

Gestur K. Pálmason lögreglumaður og stjórnenda-markþjálfi ræðir hvers vegna við ættum að veita því athygli hvernig okkur líður og aðferðir Complete Coherence við tilfinningastjórnun.

 

Fræðslukvöld á þriðjudögum kl. 18.00 – 19.30
Sigurvin Jónsson og Rúnar Reynisson

6. mars: Læsi um mikilvægi þess að vera læs á Biblíuna

Glærur – Sigurvin Jónsson


Glærur – Rúnar Reynisson

13. mars. Fullorðinstrú um margbreytileika texta og trúar

Glærur – Sigurvin Jónsson

20. mars. Kirkja um fjölskrúðuga fjölskyldu trúaðra

27. mars. Hinir um Nýja testamentið og minnihlutahópa

Upplýsingar og skráning í síma 511 1560 eða í netfangið: runar@neskirkja.is