Menningarvika í Neskirkju 27. október – 2. nóvember

Sunnudaginn 27. október kl. 11.00 Hátíðarmessa á dánardegi Hallgríms Péturssonar.
Sr. Skúli S. Ólafsson og Sr. Örn Bárður Jónsson þjóna. Sálmar og kórverk eftir Hallgrím Pétursson verða flutt og orgelverkið „1674″ frumflutt. Sýning Arnar Bárðar opnuð á Torginu eftir messu.

Þriðjudaginn 29. október kl. 20.30 orgel og sembaltónleikar
Á þessum tónleikum kynnir Steingrímur Þórhallsson, organisti við Neskirkju, nokkur tónskáld sem störfuðu á tíð Hallgríms Péturssonar. Flutt verða orgel og sembalverk eftir meðal annars Louis Couperin, Dietrich Buxtehude, Johann Jakob Froberger, Girolamo Frescobaldi, Bernardo Paqsquini og Henry Purcell.

Miðvikudaginn 30. október kl. 20.30 Einsöngstónleikar
Á þessum tónleikum bjóða Tinna Sigurðardóttir sópran og Steingrímur Þórhallsson organisti við Neskirkju upp á einsöngsslög við texta skáldsins. Tónlist eftir Tryggva Baldvinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Þórarinn Guðmundsson og Jón Leifs og fleiri. Dr. Margrét Eggertsdóttir fjallar um texta skáldsins. Frumflutt verða þrjú einsönglög við texta Hallgríms eftir Steingrím Þórhallsson.

Laugardaginn 2. nóvember kl. 17.00. Hallgrímur í tali og tónum
Lokaviðburður menningarviku sem tileinkuð er Hallgrími Péturssyni eru kórtónleikar Kórs Neskirkju 2. nóvember kl. 17.00. þar sem flutt verða kórverk við texta sálmaskáldsins. Á dagskrá verður Kvöldvers eftir Tryggva Baldvinsson, Ölerindi eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Fyrir mig Jesú þoldir þú eftir Sigurð Sævarsson, ásamt verkum eftir Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Jakob Tryggvason. Einnig verða frumflutt þrjú ný kórverk eftir Steingrím Þórhallsson kórstjóra við textana Á minni andlátsstundu, Málshátt hafði og Nú hef eg mig í hvílu mín. Einleikur á flautu Pamela De Sensi Á milli verka flytja kórfélagar texta sem Þorgeir Tryggvason textasmiður og dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur Neskirkju hafa tekið saman.

Aðgangur er ókeypis að öllum viðburðum.