Messa 22. september

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir barnastarfið sem hefst á sama tíma. Kaffi og meðlæti á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson

By |2024-09-21T09:27:02+00:0021. september 2024 09:23|

Biskup á breytingatímum: Jón biskup Helgason

Krossgötur mánudaginn 16. september kl. 13.00. Biskup á breytingatímum: Dr.Gunnar Kristjánsson fer yfir sögu Jóns biskups Helgasonar, segir frá námsárum hans í Kaupmannahöfn og kynnum hans af þýskum guðfræðingum á námsárum sínum. Síðan verður fjallað um kennslustörf hans og rektorsstörf við Háskólann. Farið verður allítarlega yfir störf hans sem biskups og greint frá vísitasíum. Þá er fjallað [...]

By |2024-09-13T10:44:49+00:0013. september 2024 10:44|

Messa 15. september

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur messar í forföllum prestanna sem eru í Vatnaskógi með fermingabörn. Kristrún og samstarfskonur hennar leiða barnastarfið með söng og leik. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni.

By |2024-09-13T10:40:15+00:0013. september 2024 10:40|

Þórhallur Bjarnasson – Fyrsti 20. aldar biskupinn á Íslandi

Á fyrsta Krossgötuerindi haustsins, mánudaginn 9. september kl. 13:00,  fjallar dr. Hjalti Hugason um Þórhall Bjarnarson, fyrsta 20. aldarbiskupinn á Íslandi. Áhersla verður lögð á viðleitni hans til að færa kirkjuna til nútímalegra horfs en verið hafði sem og afstöðu hans til breytts sambands ríkis og kirkju. Sérstök áhersla verður lögð á almennu prestastefnurnar sem [...]

By |2024-09-06T13:03:18+00:006. september 2024 13:02|

Messa 8. september

Messa og upphaf barnastarfs kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir barnastarfið sem hefst á sama tíma og messan. Börnin fara svo inn í safnaðarheimilið. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og ræðir hann hina kunnu sögu um Gullkálfinn. Kaffi á Torginu að messu lokinni.

By |2024-09-06T09:52:39+00:006. september 2024 09:52|

Sunnudagaskólinn hefst þann 8. september

Sunnudaginn 8. september hefst sunnudagaskólinn í Neskirkju. Þema vetrarins er Við erum Friðflytjendur. Börnin fá fallega bók með sögum og hugleiðingum og í hana safna þau límmiðum í vetur. Að venju hefst sunnudagaskólinn inni í kirkjunni en eftir sameiginlega byrjun færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið þar sem leikir og söngur fléttast biblíusögum og föndri. [...]

By |2024-09-06T11:22:29+00:005. september 2024 15:52|

Græn messa sunnudaginn 25. ágúst

Sunnudaginn 25. ágúst kl. 11 verður messa þar sem horft er til náttúrunnar og sköpunarinnar í tali og tónum. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari og sr. Steinunn A. Björnsdóttir predikar. Að messu lokinni fara fermingarbörn og foreldrar þeirra með starfsfólki [...]

By |2024-08-23T13:38:59+00:0023. ágúst 2024 13:38|

Messa 25. ágúst

Græn messa kl. 11, þar sem náttúran og gróðurinn fær sinn sess. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og sr. Skúli Sigurður Ólafsson þjónar fyrir altari. Hressing á torginu að lokinni messu.

By |2024-08-23T12:17:02+00:0023. ágúst 2024 12:17|

Hvað er rétt tilbeiðsla? Messa um verslunarmannahelgi

Messa kl. 11 á sunnudegi um verslunarmannahelgi. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng við undirleik Einars Huga Böðvarssonar. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ritningarlestrar dagsins eru ögrandi og það var líka opnunarhátíð Olympíuleikanna sem verður skoðuð og spurt spurninga um rétta tilbeiðslu. Hressing og samfélag á torginu eftir messu. Verið öll hjartanlega velkomin.

By |2024-07-31T13:35:05+00:0031. júlí 2024 13:32|

Prjónamessa 28. júlí

"Prjónamessa" - verður haldin í Neskirkju kl. 11, sunnudaginn 28. júlí. Slíkar guðsþjónustur hafa verið haldnar árlega í nokkur ár. Félagar úr prjónahóp kirkjunnar aðstoða við helgihaldið sem verður í safnaðarheimili kirkjunnar. Messugestir sitja við borð og boðið er upp á kaffi, te og vatn auk kirkjukexins góða meðan á helgihaldi stendur. Sumir hafa prjóna [...]

By |2024-07-23T15:27:33+00:0023. júlí 2024 15:27|