Hundrað og þrjú ráð úr Biblunni

Krossgötur mánudaginn 14. október kl. 13.00. Bók Pétrínu Mjallar Jóhannesdóttur hefur fengið prýðilegar viðtökur en þar deilir hún af þekkingu sinni á bókum Biblíunnar og sækir í þær 103 gagnleg ráð fyrir daglegt líf. Hún fjallar um bók sína á Krossgötum í Neskirkju og leiðir samtalið yfir kaffibolla og meðlæti.

By |2024-10-11T09:11:24+00:0011. október 2024 09:11|

Námskeið um Biblíuna

Námskeið um Biblíuna, sögu og samsetningu, verður í Neskirkju sunnudagana 13. og 20. október kl. 12.30.  Námskeiðið er í umsjón dr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, prests í Neskirkju. Þar verður farið yfir Biblíuna, samsetningu hennar og sögu. Námskeiðið hefst að lokinni messu. Súpa og kaffi eru í boði fyrir námskeiðsgesti við upphaf þess.

By |2024-10-11T09:05:53+00:0011. október 2024 09:05|

Messa, sunnudagaskóli og námskeið um Biblíuna 13. október

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 13. október. Sameiginlegt upphaf inni í kirkjunni en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Í messunni syngur Háskólakórinn og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir leiðir leiki söng og sögur í sunnudagaskólanum með Karen Sól Helgadóttur og Ara [...]

By |2024-10-11T11:07:19+00:009. október 2024 15:33|

Gróður- og uppskerumessa sunnudaginn 6. október

Við fögnum gjöfum jarðar með erindum og blómstrandi helgihaldi: kl. 10:00 er örþing: Guðbjörg Gissurardóttir, framkvæmdastýra Í boði náttúrunnar: Á grænni vegferð í lífi og starfi. Halldór Reynisson, prestur: Loftslagsváin, er 68 kynslóðin að gera eitthvað? kl. 11:00 er gróskumessa. Steingrímur Þórhallsson, organisti og gróskumaður, flytur sálma með Kórnum. Sr. Skúli S. Ólafsson, predikar í [...]

By |2024-10-03T09:09:08+00:002. október 2024 16:13|

Messa og sunnudagaskóli 29. september

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Þar verður söngur, leikur og sögur í umsjá Kristrúnar Guðmundsdóttur, Karólínu Bjargar Óskarsdóttur og Ara Agnarssonar undirleikara. Við messuna syngur Kór Neskirkju og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma þjóna. Olga Khodov [...]

By |2024-09-26T11:13:34+00:0026. september 2024 11:13|

Sigurgeir Sigurðsson biskup

Krossgötur mánudaginn 23. september kl. 13.00. 20. öldin var umbrotatími á mörgum sviðum þjóðlífsins og er þjóðkirkjan þar engin undantekning. Á árunum 1939 til 1953 sat Sigurgeir Sigurðsson í biskupsstól og hafði hann mótandi áhrif á starf og skipulag kirkjunnar. Hann átti frumkvæðið að skiptingu Reykjavíkur í sóknir og beitti sér fyrir safnaðarstarfi, þar á [...]

By |2024-09-21T09:31:09+00:0021. september 2024 09:31|

Messa 22. september

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir barnastarfið sem hefst á sama tíma. Kaffi og meðlæti á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson

By |2024-09-21T09:27:02+00:0021. september 2024 09:23|

Biskup á breytingatímum: Jón biskup Helgason

Krossgötur mánudaginn 16. september kl. 13.00. Biskup á breytingatímum: Dr.Gunnar Kristjánsson fer yfir sögu Jóns biskups Helgasonar, segir frá námsárum hans í Kaupmannahöfn og kynnum hans af þýskum guðfræðingum á námsárum sínum. Síðan verður fjallað um kennslustörf hans og rektorsstörf við Háskólann. Farið verður allítarlega yfir störf hans sem biskups og greint frá vísitasíum. Þá er fjallað [...]

By |2024-09-13T10:44:49+00:0013. september 2024 10:44|

Messa 15. september

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur messar í forföllum prestanna sem eru í Vatnaskógi með fermingabörn. Kristrún og samstarfskonur hennar leiða barnastarfið með söng og leik. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni.

By |2024-09-13T10:40:15+00:0013. september 2024 10:40|

Þórhallur Bjarnasson – Fyrsti 20. aldar biskupinn á Íslandi

Á fyrsta Krossgötuerindi haustsins, mánudaginn 9. september kl. 13:00,  fjallar dr. Hjalti Hugason um Þórhall Bjarnarson, fyrsta 20. aldarbiskupinn á Íslandi. Áhersla verður lögð á viðleitni hans til að færa kirkjuna til nútímalegra horfs en verið hafði sem og afstöðu hans til breytts sambands ríkis og kirkju. Sérstök áhersla verður lögð á almennu prestastefnurnar sem [...]

By |2024-09-06T13:03:18+00:006. september 2024 13:02|