Barna- og Unglingastarf kirkjunnar.

Mikil gleði á árshátíð NeDó & Fönix 29. mars

Þriðjudaginn 29. mars var haldin árshátíð unglingastarfs Neskirkju, Fönix & NeDó en yfir 40 ungmenni á aldrinum 13-21 mættu á árshátíðina. Veislustjóri var sr. Þorvaldur Víðisson prestur en hann starfaði í NeDó þegar hópurinn sem nú er um tvítugt var að byrja í unglingastarfi. Skemmtiatriði kvöldsins verða lengi í minnum höfð en ógleymalegast er þó [...]

By |2017-04-26T12:23:45+00:001. apríl 2011 14:06|

Maximús Músíkús, Kirkjumús.

Maximús Músíkús nefnist hagamús sem að æskulýðsfulltrúi Neskirkju elti uppi í Elliðaárdalnum og er nú á allra vörum í barnastarfi kirkjunnar. Maxi heimsótti fjölsóttann sunnudagaskóla síðastliðinn sunnudag en hann sóttu yfir 80 manns og allir fengu að klappa Maxa. Á mánudag fengu börn í 1. og 2. bekkjarstarfi að hitta smávin kirkjunnar en hann er [...]

By |2017-04-26T12:23:45+00:0028. mars 2011 23:57|

Rasisti! Ekki ég! – Alþjóðadagur gegn fordómum

Í dag er alþjóðadagur gegn fordómum og munu ungmenni úr æskulýðsstarfi kirkjunnar standa fyrir viðburði í Smáralind í tilefni dagsins. Krakkarnir verða máluð í framan og í bolum sem á stendur „Rasisti! Ekki ég!“ og vilja þannig vekja fólk til umhugsunar um að fæstir eru meðvitaðir um eigin fordóma. Dagskráin stendur yfir frá 18.00-19.00. [...]

By |2017-04-26T12:23:46+00:0017. mars 2011 10:37|

Þrælabörn frelsuð – Aðalfundur ÆSKÞ

Aðalfundur Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar var haldinn í Neskirkju 24. febrúar síðastliðinn en þar var gert upp það góða starf sem að sambandið vann á síðastliðnu ári. Þar bar hæst Landsmót ÆSKÞ sem haldið var á Akureyri 15.-17. október 2010 en þangað komu tæplega 700 þátttakendur frá kirkjum af öllu landinu. Verkefni mótsins var að safna fé [...]

By |2017-04-26T12:23:46+00:0017. mars 2011 01:37|

Mikið um dýrðir á æskulýðsdaginn.

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var haldinn sunnudaginn 6. mars. Hlutverk æskulýðsdagsins er að halda á lofti því mikilvæga barna- og unglingastarfi sem unnið er í kirkjum landsins en æskulýðsstarf leggur bókstaflega grunn að framtíð kirkjunnar. Á þriðja hundrað manns lögðu leið sína til messu í Neskirkju. Sigurvin Jónsson, umsjónarmaður barna- og unglingastarfs Neskirkju, prédikaði og börn og [...]

By |2017-04-26T12:23:46+00:0015. mars 2011 21:09|

Vel heppnað Vormót ÆSKR

Helgina 16.-18. febrúar var haldið 200 manna æskulýðsmót í Vatnaskógi. Mótið var vel heppnað í alla staði enda mótsstjórar þeir Guðjón Andri Reynisson (21) og Gunnar Óli Markússon (20) sem báðir eru NeDó leiðtogar frá Neskirkju. Svipmyndir frá mótinu eru í meðfylgjandi myndbandi og fleiri myndir má nálgast á myndasíðu BaUN. […]

By |2017-04-26T12:23:46+00:0028. febrúar 2011 13:03|

NeDó stund … og þú ;)

Sunnudaginn 30. janúar verður í Neskirkju stund fyrir unglinga og leiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Stundin hefst kl. 20.00 og mun NeDó hópurinn sjá um stundina undir forystu Sigurvins og hljómsveitin Tilviljun? mun leiða lofgjörð. Söngur, gleði, samfélag og fræðsla á þínum forsendum. Allir velkomnir. Ungmenni í fermingarundirbúningi eru sérstaklega hvött til að mæta.

By |2011-01-18T11:29:48+00:0018. janúar 2011 11:29|

NeDó Sport!

Fyrir Landsmót á Akureyri gerðu unglingarnir í Neskirkju kynningarmyndband fyrir nýjasta starf kirkjunnar fyrir unglinga og leiðtoga í kirkjunni 16+. NeDó Sport hópurinn hittist í íþróttahúsi Álftamýraskóla á hverjum föstudegi og spila saman Bandý, fótbolta eða hverja þá leiki sem að okkur dettur í hug. Í lok stundarinnar er alltaf bæn og armbeygjukeppni. Allir leiðtogar [...]

By |2017-04-26T12:23:46+00:001. janúar 2011 18:28|

Aðventustund fyrir unglinga

Föstudaginn 17. desember kl. 12. verður aðventustund fyrir Nemendum og foreldrum Hagaskóla. Hljómsveitin Tilviljun? leiðir tónlist ásamt organista kirkjunnar. Umsjón með stundinni hafa Sigurvin Jónsson, umsjónarmaður barna- og unglingastarfs Neskirkju og sr. Sigurður Árni Þórðarson.

By |2010-12-16T12:20:53+00:0016. desember 2010 12:20|

Uppeldisnámskeið að hefjast á morgun – enn laust pláss.

Síðasta uppeldisnámskeið vetrarins hefst á morgun og er um að gera að nýta sér þetta tækifæri. Námskeiðið ber heitið Uppeldi sem virkar – Færni til framtíðar en það er kennt af Helgu Arnfríði sálfræðing en hún hefur áralanga reynslu af kennslu slíkra námskeiða. Námskeiðið miðar að því að auka færni uppalenda og stuðla að nánari [...]

By |2017-04-26T12:23:47+00:002. nóvember 2010 08:00|