Barna- og Unglingastarf kirkjunnar.
Barnastarf Neskirkju hefst í næstu viku ;)
Barnastarf Neskirkju hefst n.k. sunnudag með Sunnudagaskóla kirkjunnar og kirkjustarfið hefst í vikunni á eftir. Dagskrá BaUn 2011-2012 […]
Barna- og Unglingastarf kirkjunnar.
Barnastarf Neskirkju hefst n.k. sunnudag með Sunnudagaskóla kirkjunnar og kirkjustarfið hefst í vikunni á eftir. Dagskrá BaUn 2011-2012 […]
Hungursneyð, stríð og betri heimur eru meðal þess sem fermingarbörnin í Neskirkju ræða á sumarnámskeiði sem nú stendur yfir. Á námskeiðinu upplifa börnin það í hvaða hlutverki kirkjan er á vegferðinni frá því að vera barn til þess að vera unglingur og fá tækifæri til að glíma við stóru spurningarnar í lífinu. Þau eiga samleið [...]
Í sumar heldur Neskirkja tvö leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára (fædd 2000 – 2004). Á leikjanámskeiðunum er fjölbreytt dagskrá í boði úti og inni. Meðal annars verður farið í hópleiki, þrautaleiki, skapandi verkefni unnin og farið í strætóferðir. Einu sinni á námskeiði er farið í ferð út fyrir borgina og slegið [...]
Þeir unglingahópar sem starfa við Neskirkju eru nú komnir í sumarfrí fram í byrjun ágúst. LÆK hópurinn hittist í síðasta sinn fyrir frí á mánudagskvöld en síðasta verkefni þeirra var þakklætisgjörningur á 17. júní. Fönix hélt veglega grillveislu í síðustu viku og í gær var farið út að leika í góða veðrinu, spilaður fótbolti og [...]
Sunnudagaskóli vetrarins hefur verið vel sóttur og sunnudaginn 22. maí verður honum slitið með vorferð. Sunnudagaskólinn hefst í messu safnaðarins kl. 11 en síðan fara börn og fullorðnir í rútur og er förinni haldið á sveitabæ þar sem eru fjölmörg dýr að klappa. Eftir að dýrunum hefur verið sinnt munum við grilla og leika okkur [...]
Á Skírdagsnótt verður haldin hin árlega páskavaka Vaktu með Kristi. Vakan er ætluð ungmennum á aldrinum 13-17 ára og verður hún að þessu sinni haldin í Neskirkju við Hagatorg. Vakan hefst kl. 21 á Skírdagskvöld og stendur til dögunar kl. 8.00. Farið verður í gegnum píslarsögu Krists frá upphafi til páska. Viljir þú taka þátt [...]
Það var mikil stemning á tónleikum kvöldsins en hljómsveitin Tilviljun? hélt tónleika í kirkjuna þar sem ungu fólki var boðið að lofa Guð með tónlist. Hátt í 200 ungmenni lögðu leið sína í kirkjuna en Tilviljun? vill opna kirkjuna ungu fólki á nýjan hátt með tónlist sem höfðar til þeirra. Ýtið hér til að heyra [...]
Föstudaginn 8. apríl verða tónleikar í Neskirkju með hljómsveitinni Tilviljun? Hljómsveitin Tilviljun? samanstendur af hæfileikaríkum ungmennum úr KSS (Kristilegum skólasamtökum). Þau hafa víða komið fram á æskulýðsviðburðum kirkjunnar, leiddu lofgjörðina á Landsmóti ÆSKÞ 2010 og hafa verið með Neskirkjuleiðtogum á NeDó stund. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er ókeypis inn.
LÆK, Leiklistarstarf Æskulýðsfélaga kirkjunnar er glænýtt starf sem hefst núna í vikunni og verður starfrækt út sumarið. Mánudaginn 4.apríl verður sérstakur kynningarfundur LÆK í Neskirkju. Fundurinn hefst kl.19:30 og hvetjum við alla ungleiðtoga og aðra sem eru á aldrinum 16-22 ára og hafa áhuga á að kynna sér þetta að líta við. EN HVAÐ ER [...]
Útskrifað var úr Farskóla leiðtogaefna fimmtudaginn 30. mars sl. en þar útskrifuðust 5 (1/2) leiðtogi úr unglingastarfi Neskirkju. Þær Ásta Kristensa Steinsen, Daníel Ágúst Gautason (en hann sækir vikulega starf í Neskirkju þó hann komi úr Bústaðasókn), Harpa Lind Ólafsdóttir, Katrín Helga Ágústsdóttir, Laufey Soffía Pálsdóttir og Sólrún Rós Eiríksdóttir. Við óskum leiðtogunum hjartanlega til [...]