Barna- og Unglingastarf kirkjunnar.

NeDó í sumarfrí til 7. ágúst

Í gær var haldið uppskerugrill hjá NeDó eftir gjöfult ár. Æskulýðsfélagið fer síðan aftur af stað 7. ágúst og þá tekur við spennandi starfsár sem endar á utanlandsferð næsta sumar. Takk fyrir veturinn NeDó og njótið sumarsins.

By |2017-04-26T12:23:31+00:0020. júní 2012 15:34|

Fremingarmessur vorið 2012

Fermingar vorið 2012 verða sem hér segir: Laugardaginn 31. mars kl. 11 og 13.30 Annan í páskum 9. apríl kl. 11 Sunnudaginn 15. apríl kl. 13.30 Eina fermingin sem fellur á hefðbundinn messutíma er sú sem verður á 2. í páskum. Hefðbundnar safnaðarmessu eru alla sunnudag kl. 11.

By |2012-03-30T18:28:44+00:0030. mars 2012 18:28|

Gleðitextar

LÆK (leiklistarfélag æskulýðsfélaga kirkjunnar) fékk það verkefni að bera fram gleðitexta í Bænarý guðsþjónustu síðastliðinn föstudag. Gleði skal deila og því deilum við gleðinni hér.

By |2017-04-26T12:23:36+00:0016. nóvember 2011 13:26|

Viðtöl við drauga.

Ef þú værir enn á lífi ... hvernig myndir þú nota líf þitt. TTT krakkarnir Erla, Ella og Ýmir svöruðu spurningunni í Halloween myndbandi BaUN.

By |2017-04-26T12:23:36+00:0013. nóvember 2011 15:47|

Vel heppnað Landsmót ÆSKÞ

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar var haldið á Selfossi sl helgi og tóku 500 ungmenni og leiðtogar þátt í mótinu. Markmið mótsins að þessu sinni var að safna fé til styrktar börnum sem misstu foreldri í náttúruhamförunum í Japan í mars. Frá Neskirkju og Dómkirkju fóru um 20 þátttakendur auk NeDó leiðtoga sem unnu sjálfboðavinnu á mótinu. [...]

By |2017-04-26T12:23:36+00:002. nóvember 2011 00:03|

Djöfullinn og Andskotans helvíti

Á nýafstöðnu Landsmóti ÆSKÞ var fræðsla í höndum Neskirkjufólks. Sigurvin Jónsson æskulýðsprestur fræddi unglinga á mótinu um andskotann, guðfræðingurinn og sóknarnefndarmaðurinn Davíð Þór Jónsson fjallaði um ritgerð sína Andskotans helvíti og Toshiki Toma prestur innflytjenda sagði frá aðstæðum barna í Japan eftir náttúruhamfarir marsmánaðar. Hluti II-IV […]

By |2017-04-26T12:23:36+00:001. nóvember 2011 23:56|

NeDó á Landsmót ÆSKÞ

Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju tekur næstu helgi þátt í stærsta viðburði ársins í kristilegu æskulýðsstarfi, Landsmóti ÆSKÞ. Mótið er í ár haldið á Selfossi og eru 500 þátttakendur skráðir á mótið, þar af um 30 ungmenni og leiðtogar frá NeDó. Fyrir mótið sömdu þrjár hæfileikaríkar stúlkur dans sem tekin var upp og verður sýndur á [...]

By |2017-04-26T12:23:36+00:0026. október 2011 20:36|

Sögur af…

ÆSKR stendur fyrir leiðtogafræðslu fyrir ungmenni á framhaldsskóla og háskólaaldri og s.l. miðvikudag fræddi æskulýðsprestur Neskirkju um sögur. Áhugasamir geta hlustað á hluta af fræðslunni. Hluti I: Sögur – barnæskusögur, afrekssögur og fjölskyldusögur; Hluti II: Epík og mýta; Hluti III: Sjö tegundir sagna & Hluti IV: Dæmi um sjö tegundir sagna. […]

By |2017-04-26T12:23:37+00:001. október 2011 22:35|

Græn, sanngjörn og hamingjusöm.

Í júlímánuði fór hópur ungmenna frá Neskirkju í ungmennaskipti til bæjarins Langerwehe í Þýskalandi. Ungmennaskiptin voru skipulögð af íslenskum presti, Sjöfn Þór Müller, sem búsett er í þýskalandi og hélt Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum utan um íslenska hópinn. Frá Neskirkju fóru tveir leiðtogar, þeir Guðjón Andri Reynisson og Gunnar Óli Markússon, og fimm þátttakendur. Yfirskrift [...]

By |2017-04-26T12:23:38+00:0028. september 2011 23:15|