Barna- og Unglingastarf kirkjunnar.

Fjölskylduguðþjónusta og vorhátíð sunnudagaskólans

Sunnudaginn 18. maí var vorhátíð sunnudagaskólans í Neskirkju. Klukkan 11 hófst fjölskylduguðþjónusta í kirkjunni, sóknarprestur Neskirkju Sr. Örn Bárður Jónsson þjónaði fyrir altari. Flautusveit lék undir stjórn Pamelu deSensi lék, barnakór Neskirkju og stúlknakór sungu. Í lok guðþjónustunnar var boðið upp á pylsur í kirkjugarðinum, andlitsmálingu og hoppukastala.  Kíktu á myndböndin frá hátíðinni.  

By |2017-04-26T12:23:21+00:0015. maí 2014 12:50|

Útskrift úr farskóla leiðtogaefna

Þann 26.mars síðastliðinn útskrifuðust tæplega 30 unglingar úr Farskóla leiðtogaefna sem er á vegum ÆSKR, ÆSKÞ, Biskupsstofu og Kjalarnessprófastsdæma. Krakkarnir hafa stundað nám við Farskólann í eitt eða tvö ár en skólinn er ætlaður til tveggja ára. Neskirkja sendi inn 7 unglinga í skólann og hafa þeir hjálpað til við barna og unglingastarfið [...]

By |2017-04-26T12:23:22+00:0027. mars 2014 10:20|

Febrúarmót ÆSKR 2014

Unglingarnir í Æskulýðsfélaginu NeDó fóru ásamt öðrum æskulýðsfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Skálholti á Febrúarmót ÆSKR í Vatnaskóg helgina 14.-16. febrúar. Þetta var í kring um 200 manna mót og var áherslan lögð á umhverfið. Mótið gekk vel og það var margt í boði til að gera. Haldnar voru helgistundir og einnig mætti Andri Snær Magnason [...]

By |2017-04-26T12:23:22+00:003. mars 2014 13:22|

Messa og barnastarf 5. janúar.

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Allir velkomnir og ekkert vandamál með pláss og sæti!

By |2014-01-03T19:00:57+00:003. janúar 2014 19:00|

Fyrsti sunnudagur í aðventu – Opnun málverkasýningar

Aðventan er að hefjast. Ekki missa af byrjuninni! Messa kl. 11, söngur og gleði, barnastarf, brúður og aðventuljós. Opnuð verður sýning á verkum eftir Húbert Nóa sem ber yfirskriftina Leiðarstjörnur. Ekki missa af þessu! Báðir prestarnir, Örn og Sigurður, þjóna. Steingrímur verður við orgelið og kórfélagar þenja raddböndin. Kaffi og samfélag að messu lokinni og tækifæri [...]

By |2017-04-26T12:23:23+00:0030. nóvember 2013 21:12|

UNGLEG Messa og vöfflukaffi

Sunnudaginn 9. júní verður UNGLEG messa í Neskirkju. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari og unglingar úr æskulýðsstarfi Neskirkju NeDó þjóna og flytja margvíslega tónlistaratriði. Eftir messuna verður vöfflukaffi til styrktar Pragferð hópsins í sumar og uppboð á listaverkum og munum úr eigu hópsins. Unglegir á öllum aldri velkomnir.

By |2013-06-05T09:41:41+00:005. júní 2013 09:41|

NeDó á Vormóti ÆSKR

Æskulýðsfélag Neskirkju sótti um helgina vormót ÆSKR en Neskirkjuhópurinn taldi 33, auk mótsjóranna Guðjóns og Gunnars Óla. Ungmennin eru í skýjunum eftir helgina en þau Oddur Mar, Katla og Garðar Thor tryggðu NeDó bikar fyrir sigur í  spurningakeppni æskulýðsfélaga sem haldin er ár hvert. Aðsókn á mótið var með allra besta móti og ber vitni [...]

By |2017-04-26T12:23:29+00:0017. febrúar 2013 20:52|

Sælla er að gefa en að þiggja.

Systurnar Berglind Anna og Sigríður Helga Magnúsdætur sækja sunnudagaskóla Neskirkju. Þær vita sem er að lykillinn að lífshamingjunni felst í því að gefa af sér og hafa verið duglegar að safna til hjálparstarfs ,,heima og að heiman". Þær systur eru öðrum fyrirmynd til góðra verka.

By |2017-04-26T12:23:29+00:0029. janúar 2013 17:11|

DAGUR GEGN EINELTI 8. NÓVEMBER 2012

Þann 8. nóvember 2012 er dagur gegn einelti haldinn í annað sinn. Kirkjuklukkum Neskirkju er hringt kl. 13:00 í sjö mínútur til vitundarvakningar um að standa gegn einelti. Neskirkja vill setja stopp á einelti og taka þátt í þjóðarsáttmála gegn einelti.

By |2017-04-26T12:23:30+00:0012. nóvember 2012 09:34|