Map Unavailable
Tímasetning
Sunnudagur
2. febrúar 2025
12:30 - 13:30
Flokkur
Markúsarguðspjall í átta lestrum
Biblíulestur í Neskirkju, samfélag og samtal
Markúsarguðspjall er af flestum fræðimönnum talið elsta guðspjallið. Það er einnig styst, aðeins 16 kaflar. Á vormisseri 2025 verður boðið upp á 8 biblíulestra sem sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir. Lestrarnir eru jafnan á sunnudögum, eftir messu og er boðið upp á hressingu áður en samveran hefst. Þeir eru frá 12.30 – 13.30.
- 2. febrúar Kafli 1-2. Kynning á guðspjallinu í heild og kenningar um það, s.s. um höfund guðspjallsins og fyrstu áheyrendur. Palestína á 1. öld.
- 16. febrúar. Kafli 3-4. kynning á mikilvægum hugtökum og bakgrunni, m.a. hvíldardegi, tölunni 12, dæmisögum. Umræða.
- 23. febrúar. Kafli 5 – 6. Kynning á hugtökum og bakgrunni, m.a. verður eftirfarandi skoðað: Illir andar, spámaður í föðurlandi, Brauðundrið. Umræða
- 2. mars. Kafli 7 – 8 Kynning á hugtökum og bakgrunni. M.a. eftirfarandi: Hreinleikalögin, súrdeig, Játning Péturs. Umræða.
- 16. mars. Kafli 9 – 10. Kynning á hugtökum og bakgrunni. M.a. eftirfarandi: Ummyndunin á fjallinu, guðsríkið. Umræða.
- 23. mars. Kafli 11- 12. Kynning á hugtökum og bakgrunni. M.a. eftirfarandi: Pálmasunnudagur, innreiðin í Jerúsalem. Musterið og Saddúkear. Æðsta boðorðið. Umræða.
- 13. apríl. Kafli 13 – 14 Kynning á hugtökum og bakgrunni. M.a. eftirfarandi: Mannsonurinn, smurning, páskar, kvöldmáltíð, af hverju sveik Júdas Jesú. Umræða
- 27. apríl. Kafli 15 – 16 Kynning á hugtökum og bakgrunni. M.a. eftirfarandi: Rómversk yfirvöld, myrkur, gröf, upprisa. Umræða