Krossgötur þriðjudaginn 31. október kl. 13. 95 kirkjuhurðir. Rúnar Reynisson hefur tekið myndir af 95 kirkjuhurðum víða um Ísland í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá því að Lúther festi upp mótmælaspjöld sín á kirkjuhurðina í Wittenberg. Hann leiðir okkur í gegnum sýninguna sem verður á Torginu. Kaffiveitingar. Í hádeginu er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu verði.