Fjallað verður um verk Gerðar Helgadóttur í Neskirkju fimmtudaginn 2. mars kl. 19:57 í tilefni af 60 ára afmæli kirkjunnar, sem var vígð árið 1957. Suðurglugginn í kirkjunni er meðal stærstu verka Gerðar og meðal síðustu verka hennar. Sýnt verður úr heimildarmynd um þennan kunna listamann og erindi flutt. Háskólakórinn syngur í upphafi. Dr. Skúli S. Ólafsson hefur umsjón með kvöldinu. Kvöld þetta er liður í dagskránni Tímamótakvöld í Neskirkju þar sem rætt er um helgidóminn, sögu hans og hönnun. Næsta kvöld, 9. mars fjallar Pétur Ármannsson arkikekt um Neskirkju, höfund hennar og sérstöðu í byggingarsögunni.