Fermingarfræðslan er að hefjast! Sumarnámskeið hefst með sameiginlegum fundi fermingarbarna og foreldra þeirra eða forsjármanna í Neskirkju sunnudaginn 14. ágúst kl. 20. Það er ekki of seint að skrá sig á námskeiðið fyrir þá sem ekki eru þegar skráðir. Hægt er að skrá í síma 511 1560. Fundað verður í kirkjunni. Þar verður efni og fræðslufyrirkomulag kynnt. Kennsla hefst síðan daginn eftir, mánudaginn 15. ágúst kl. 10. Kennt verður mánudag – fimmtudags kl. 10 – 15. Fræðslan verður í safnaðarheimilinu og kirkjunni. Sjá nánar hér!