Síðasta Biblíumáltíðin að þessu sinni verður fram reidd í hádeginu föstudaginn 25. sept. Á matseðlinum verður Kjúklingur Maríu frá Nasaret sem Ólafía Björnsdóttir matreiðir. Örn Bárður býður fólk velkomið með stuttu ávarpi og fræðslu og síðan njóta matargestir máltíðar sem án efa mun kitla bragðlaukana.