Aðventa og jól eru helgur tími ef við opnum hjörtu okkar fyrir anda þeirra. Á aðventu ættum við að leiða hugann að því hvernig við verjum lífi okkar og á jólahátíð fögnum við því undri að Guð vilji eiga hlutdeild í lífi okkar. Helgihald aðventu og jóla miðar að því að miðla þeim boðskap og bjóða upp á vettvang þar sem hægt er að rækta þann jólaanda hið innra. Börn, unglingar og fullorðnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskrá kirkjunnar. Mikilvægast er að vera saman og þiggja nærveru ásvina í faðmi Guðs. Settu inntak jólanna í forgang um hátíðarnar og taktu þátt í helgihaldi í kirkjunni þinni. Megi góður Guð gefa þér og þínum gleðileg jól.
Starfsfólk og prestar Neskirkju