Föstudaginn 18. september verður eldaður Biblíumatur í hádeginu í Neskirkju. Máltíðin hefst kl.12:00 með stuttri kynningu og sögu á rétti dagsins, sem er Baunadiskurinn bygg og linsubaunir. Sigurvin Jónsson, cand.theol. annast kynningu og fræðslu. Allir velkomnir.