Í prédikun dagsins var fjallað um hermdarverking í París um liðna helgi og sagt frá Ashura hátíð í Neskirkju sem verður n.k. laugardag. Lærðu meira um hátíðina á Facebook og prédikun dagsins má lesa á tru.is:
,,Komandi laugardag verður haldin í Neskirkju hátíð, þar sem ást og virðing mun leysa hatrið af hólmi, en Neskirkja hefur tekið höndum saman við múslima í Félagskapnum Horizon um að halda Ashura hátíð að tyrkneskum sið. Á hátíðinni verður borið fram það besta sem þessar ólíku trúararfleifðir hafa upp á bjóða. Horizon leggur til íslamska matargerð, bænadans að sið Súfista og tyrkneska Ebru málun og frá Neskirkju syngur kórinn valda sálma og lög, æskulýðsfélagið NeDó stígur á stokk og biskup Íslands mun bera fram friðarorð.
Ástin eini farvegurinn sem er fær. Árvegir andúðar, fordóma og útskúfunar hafa ávallt skilað meiri átökum. Nægu blóði hefur verið spillt og nógu margir þjáðst vegna þeirra fordóma í garð trúarhefða og menningararfleifðar sem gerist æ háværarri í umræðunni. Tökum höndum saman við múslima í samfélagi okkar við að gleðjast yfir því sem gerir okkur ólík og biðja um þann frið sem trú okkar beggja boðar. „