Hvað er fullt hús matar sem engar dyr eru á? Þannig var spurt í gamalli gátu sem einu sinni var vinsæl. Og svarið þekkja flestir: Eggið! Páskadagsmorgni í Neskirkju má að þessu sinni líkja við egg, fullt fæðu, bæði andlegrar og líkamlegrar.

Hvað er fullt hús matar sem engar dyr eru á? Þannig var spurt í gamalli gátu sem einu sinni var vinsæl. Og svarið þekkja flestir: Eggið!

Páskadagsmorgni í Neskirkju má að þessu sinni líkja við egg, fullt fæðu, bæði andlegrar og líkamlegrar.

Messa kl. 8

Fyrir þau sem vilja hefja þennan upprisumorgun snemma á mestu hátíð kristninnar er messa kl. 8 með hátíðartóni sr. Bjarna Þorsteinssonar í fyrri hluta messunnar. Þar flytur séra Örn Bárður Jónsson prédikun og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Árna Þórðarsyni.

Morgunverður

Að messu lokinni verður boðið upp á morgunverð á Torginu.

Upprisutónleikar

Þessu næst verða upprisutónleikar í kirkjunni þar sem leikin verður frönsk orgeltónlist. Steingrímur Þórhallsson leikur fimum fingrum.

Messa kl. 11

Síðan verður önnur messa kl. 11 þar sem séra Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Erni Bárði. Messutónið í þeirri messu verður gregoríanskt. Barnastarf á sama tíma. Páskaeggjaleit á kirkjulóðinni.

Við gerum okkur vonir um að sum ykkar viljið koma til messu kl. 8, borða síðan morgunverð og hlýða loks á tónleika. Aðrir kunna að kjósa að hefja morguninn á tónleikum og fara síðan í messuna kl. 11. Þið ráðið samsetningunni og raðið saman eftir vild. Svo er líka hægt að safna fullu húsi!

Sem sagt fullt hús matar í Neskirkju á páskadagsmorgun. Verið velkomin!