Unglingastarf Nedó hefur verið vel sótt á þessu misseri. Krakkarnir eru á aldrinum 13 ára og allt upp í annað ár í menntó og hefur það breiða aldursbil skapað skemmtilegan anda í starfinu.
Unglingastarf Nedó hefur verið vel sótt á þessu misseri. Krakkarnir eru á aldrinum 13 ára og allt upp í annað ár í menntó og hefur það breiða aldursbil skapað skemmtilegan anda í starfinu.
Leiðtogarnir í vetur eru Sigurvin Jónsson (guðfræðingur og æskulýsfulltrúi í Neskirkju), sr. Þorvaldur Víðisson (prestur í Dómkirkjunni) og Magnea Einarsdóttir (nemi við Listaháskóla Íslands). Guðmunda Gunnarsdóttir hefur verið í barneignarleyfi framan af vetri en mun snúa aftur til starfa um miðjan desember.
Stærsta verkefni vetrarins í Nedó hefur verið stuttmyndin ,,Morð í Vesturbænum“ en hugmyndavinnan og handritagerð var algjörlega í höndum unglinganna sjálfra. Tökum á stuttmyndinni er lokið og hægt er að sjá skemmtilegar myndir frá tökum hér. Verið er að vinna myndina og vonandi verður hún sett fullkláruð inn á netið fyrir jól.
Við höfum gert margt fleira í vetur. Yngri hópurinn hefur haldið ógeðisfund, farið í ratleik, eldað saman og gert margt fleira skemmtilegt. Það starf er hugsað fyrir fermingarárganginn þó ekki sé skilyrði um að þau séu að fermast til að mega taka þátt.
Í eldri hópnum höfum við auk stuttmyndarinnar farið á landsmót ÆSKÞ í Vatnaskógi, fengið MEME (æskulýðsfélag Digraneskirkju) í heimsókn farið í heimsókn til Megasar (æskulýðsfélag Víðistaðakirkju) en í þeirri heimsókn var þemað subbufundur og var tekið fullt af myndum þar.
Nú síðast var haldið í keilu í keiluhöllinni í Öskjuhlíð og var það rosa vel heppnuð ferð þó þáttaka Hagaskóla í Skrekk hafi sett svolítið strik í reikninginn með mætingu. Nedó óskar Hagaskóla hjartanlega til hamingju með 2. sætið í Skrekk – Gó Óli.
Fundir Nedó eru klukkan 19:30 alla þriðjudaga og eru allir velkomnir sem hafa áhuga – kostar ekki krónu….