Hér má lesa predikun uppstigningardags í Neskirkju.
,,Páll heitinn Skúlason, sem jarðsunginn var í síðustu viku, ræddi gjarnan það hlutverk samfélags að þroska manneskjuna og efla hana. Hann leit einmitt til þess tilgangs sem bíður okkar dauðlegra manna og hvernig við ættum í sífellu að rækta hug okkar og anda til þess að geta mætt honum betur. Páll nefndi að það væri ekki hlutverk menntunar að gera okkur að meiri mönnum, heldur meira að mönnum. Ég man að ég átti ekki auðvelt með að skilja þennan greinarmun þegar ég á sínum tíma, sat í tímum hjá Páli. En þegar við skoðum hann í þessu ljósi, að maðurinn er vera sem horfir upp, á sér æðri markmið og tilgang þá fá orð heimspekingsins skýrari merkingu.“