Síðast liðinn sunnudag 10. maí var haldinn aðalsafnaðarfundur Nessóknar. Á fundinum var lögð fram starfsskýrsla sóknarinnar.

Neskirkja

Skýrsla um starfsemi 2008 til 2009

1.Helgihald
Á síðasta starfsári voru 63 messur haldnar á sunnudögum og öðrum helgidögum, auk 6 annarra messa þ.m.t. fermingarmessur. Að meðaltali voru um 125 manns sem sóttu messur kirkjunnar.

Dagskráin Þjáning og lausnir er fastur liður á föstudeginum langa hér í kirkjunni. Á þeim degi hefur verið efnt til samvinnu við samtök og/eða einstaklinga í þjóðfélaginu, sem hafa beitt sér í mannréttinda- og líknarmálum. Að þessu sinni voru innflytjendamál á dagskrá. Að dagskránni komu sr. Tosihki Toma, prestur innflytjenda, og Rosemary Ramses.

Í vetur voru fyrirbænamessurnar á miðvikudögum kl. 12.15.

Fermt var laugardaginn fyrir pálmasunnudag og eftir hádegi á sunnudögum eins og undanfarin ár. Ekki er fermt á hefðbundum messutíma eins og gert er í mörgum söfnuðum.

Á föstunni voru boðorðin rædd í prédikunum kirkjunnar á sunnudögum, eitt boðorð í hvert sinn. Frætt var um samhengi þeirra, merkingu og hvernig má nýta þau í lífi einstaklinga og samfélags.

2. Barna-, unglinga- og fjölskyldustarf
Sjá skýrslu Sigurvins Jónssonar.

3. Fermingarfræðsla
Sumarnámskeið fermingarfræðslunnar hófst með helgistund og kynningarfundi sunnudaginn 18. ágúst. Námskeiðið stóð í eina viku og lauk síðan með messu næsta sunndag á eftir. Rúmlega 100 börn sóttu sumarnámskeiðið. Einnig var í boði hefðbundin vetrardagskrá einu sinni í viku yfir vetrartímann. 10 börn sóttu þann hluta. Auk þessa sóttu börnin á báðum námskeiðunum guðsþjónustur, fræðslukvöld og unnu ýmis verkefni. Í nóvember tóku börnin þátt í söfnun á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og söfnuðu þau rúmlega 300 þúsund krónum. Dugnaður fermingarbarnanna er lofsverður, gagnið af starfi þeirra óumdeilanlegt og stuðningur foreldra og fjölskyldna við þetta verkefni afar mikilvægur.

4. Fræðslustarf
Í haust var boðið upp á biblíumat á fimmtudögum. Áður en borðhald hófst var kynning á rétti dagsins, matarhefðum og matarmerkingu Biblíunnar. Ólafía Björnsdóttir og Sigurður Árni elduðu og hann sá um fræðsluna. Mikil aðsókn var í máltíðirnar og um hundrað manns þegar flest var. Meðalsókn var um 60 manns.

Á föstunni í ár, var saltfiskur á borðum á föstudögum en tengsl föstu og saltfisks, viðskipta og trúar, eiga sér langa sögu. Yfir suðrænum saltfiskréttum, sem Ólafía Björnsdóttir eldaði, voru fluttar stuttar borðræður, sem þjónuðu áherslu föstunnar á hreinskilni, viðsnúning og iðrun. Ytri aðstæður okkar Íslendinga hafa breyst á stuttum tíma og voru borðræðurnar innlegg í þá umræðu sem hefur farið í gang um grunngildi þjóðfélagsins:

→ Hvert er ferli sáttarinnar?, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir.
→ Sáttin í ljósi reynslunnar, sr. Berharður Guðmundsson.
→ Viðsnúningur, dr. Sigríður Guðmarsdóttir.
→ Umbreyting, dr. Halldór Guðjónsson.
→ Fyrirgefningin, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir:
→ Uppgjör – sátt, dr. Sigurður Árni Þórðarson.

Dagskrár voru ágætlega sóttar og komu að meðaltali 50 manns.

Síðla vetrar hélt Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur, fyrirlestur um bankahrunið og afleiðingar þess.

Nú í maí mun síðan Anna Jóna Guðmundsdóttir, sálfræðingur, halda fyrirlestur um jákvæða sálfræði.

5. Félagsstarf eldri borgara
Opið hús eldri borgara gekk vel í vetur. Dagskráin byrjaði með kaffiveitingum á Torginu í boði kirkjunnar. Í framhaldi af því var boðið upp á fjölbreytta dagskrá og komu margir góðir gestir í heimsókn.

Starfsemi kórs eldri borgara, Litla kórsins, hefur verið hefðbundin í vetur. Kórinn hefur leitt safnaðarsöng í nokkrum messum og hefur fengið og farið í heimsóknir til annarra kóra eldri borgara. Kórinn hélt eina tónleika.

6. Tónlistarlíf
Sjá skýrslu Steingríms Þórhallssonar og Kórs Neskirkju. Tónlistar- og kórastarf Neskirkju hefur styrkst og dafnað undanliðin ár og eiga organisti og stjórn Kórs Neskirkju þakkir fyrir metnað í starfi.

Háskólakórinn æfir tvisvar í viku í kirkjunni yfir veturinn og hefur í staðinn séð um forsöng í messum einu sinni í mánuði.

7. Messuhópar
Í vetur hafa verið starfræktir messuhópar. Starfandi eru 5 hópar með 4 til 6 meðlimum í hverjum hóp. Starfið hefur gengið vel en vonir eru um að fleiri komi að verki næsta vetur. Erfiðlega gekk að manna súpuhópana og er lýst eftir sjálfboðaliðum. Hildur Jónsdóttir og Guðý Guðmundsdóttir hafa séð um veitingar fyrsta sunnudags hvers mánaðar og er þeim þökkuð þjónustan. Í ráði er að efna til kynningarfundar og námskeiðs í haust fyrir messuhópana. Umsjón með messuhópum hefur Rúnar Reynisson.

8. Sjálfboðaliðastarf
Í vetur hafa nokkrir sjálfboðaliðar hirt rusl á kirkjulóðinni og sópað í kringum kirkjuna. Einnig hafa nokkrir unglingar aðstoðað í barnastarfinu. Þá hefur fjöldi sjálfboðaliða tekið þátt í ýmsum nefndum kirkjunnar svo og í kórum hennar.

9. Hjálparstarf
Neskirkja hefur styrkt kristið starf í 49 söfnuðum í Eþíópíu í fimm ár. Þetta er verkefni sem sr. Helgi Hróbjartsson hefur stýrt. Framlag Neskirkju hefur verið 1 milljón króna á ári eins og samþykkt var árið 2004. Verkefninu lýkur í ár.

Vísað er í skýrslu sr. Helga Hróbjartssonar.

10. Sýningar
Í vetur hafa verk Steinunnar Þórarinsdóttur verið sýnd í safnaðarheimilinu og utan kirkju einnig, en fyrir páska tók við sýning á verkum Jóns Axels Björnssonar.

Í kirkjunni hefur verið sýning á tillögum um skrúða, sem nemendur Listaháskóla Íslands unnu í samvinnu við kirkjunna. Stefnt er að málþingi um tillögurnar í lok maí og að því loknu verður rætt um framhald verkefnisins.

Þessa dagana er verk eftir Huldu Halldór í kirkjunni, en það er eitt af þrettán verkum sem hefur verið komið fyrir í jafnmörgum kirkjum. Þeirri sýningu líkur á uppstigningardag.

11. Viðhald
Í haust var farið í miklar endurbætur á kapellunni. Klæðning var rifin niður innanstokks, einangrað og gifsplötur settar upp, nýir ofnar settir upp og lýsing endurbætt. Einnig voru öll salerni kirkjunnar tekin í gegn, þrjú talsins, og anddyri í norðaustur hluta kirkjunnar lagað. Stóri glugginn, í kór kirkjunnar, var allur yfirfarinn og þakið á turni kirkjunnar lagað. Talið er að nú sé búið að þétta þakið og að framundan sé að mála kirkjuna að innan.

Þór Sigmundsson, steinsmiður, hefur ákveðið að gefa Neskirkju skírnarfont, sem hann er nú að vinna. Nokkrar umræður hafa verið meðal starfsfólks og í sóknarnefnd um staðsetningu fontsins.

12. Önnur starfsemi
Háskóli Íslands leigði ekki hjá okkur í vetur eins og undanfarin ár, en að hluta til hefur Endurmenntun Háskóla Íslands komið í hans stað. Einnig hefur nokkuð verið um aðra leigutaka sem hafa leigt hluta kennslurýmis í safnaðarheimilinu.

Tosihki Toma, prestur innflytjenda, er með skrifstofuaðstöðu í safnaðarheimilinu og greiðir Biskupsstofa leiguna fyrir aðstöðu hans.

Einnig hafa AA-samtökin og Al-Anon aðstöðu í kirkjunni eins og verið hefur lengi og hafa samtökin fært söfnuðinum gjöf á hverju ári sem þakklætisvott.

13. Kaffitorg og fataskiptimarkaður
Árið 2008 var Kaffitorgið rekið með óbreyttu sniði eins og undanfarin ár. Á Kaffitorginu er einn fastráðinn starfsmaður og annar í afleysingum og við stærri viðburði. Kaffitorgið
lífgar upp á starfsemi kirkjunnar og er nauðsynlegt að reka það m.a. vegna útleigu til EHÍ og annarra. Auk þess hafa starfsmenn þess nýst vel í safnaðarstarfinu. Fastráðni starfsmaðurinn hefur á föstum vinnutíma sínum séð um veitingar fyrir safnaðarstarfið t.d. í fermingarfræðslunni, hjá eldri borgurum, vegna barnakórsins og barnastarfsins auk heimsókna til safnaðarins m.a. leikskóla- og skólaheimsókna. Einnig hefur hann séð um flestar erfidrykkjur.

Til að mæta kreppuaðstæðum var ákveðið að lækka verð á hádegissúpunni á virku dögunum. Aðsókn jókst og mannlífið dafnar.

Skiptimarkaður á barnafötum var í kjallara kirkjunnar eftir jól. Slagorðið var: Gefið fötum framhaldslíf. Áhugahópur sá um markaðinn. Framtakið var lofsvert og margir komu og skiptu á fötum eða lögðu til föt, sem komu barnafjölskyldum vel.

14. Starfsfólk
Samstarf starfsfólksins í kirkjunni hefur verið gott. Vegna síaukins starfs koma æ fleiri til starfa í kirkjunni. Starfsmannafundir eru haldnir á mivikudögum.

Eftir ármót fór sr. Örn Bárður í þriggja mánaða námsleyfi og leysti sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir hann þá af. Sr. Sigurður Árni fer síðan í níu mánaða námsleysi frá og með 1. október 2009. Sóknarnefnd og prestar hafa óskað eftir að sr. Guðbjörg leysi Sigurð af.

Úrsúla Árnadóttir, sem gengt hefur starfi skrifstofustjóra undanfarinn tvö ár, vígðist til Skagastrandaprestakalls og hætti störfum í lok janúar s.l.

Breytingar urðu í kjölfarið og tók Rúnar Reynisson við skrifstofustjórastarfinu ásamt því að halda áfram ýmsum verkefnum sínum í safnaðarstarfi.

Áslaug Kristinsdóttir var síðan ráðin til starfa á skrifstofu. Hún mun sjá um bókhald kirkjunnar, reikninga, símvörslu o.fl.

Annað starfsfólk í fullu starfi: Sigurvin Jónsson, umsjónamaður barna- og unglingastarfsins, Steingrímur Þórhallsson organisti, Halldór Einarsson, kirkjuvörður, og Ólafía Björnsdóttir, matráður Kaffitorgsins.

Elínborg Lárusdóttir sem séð hefur um foreldramorgna frá upphafi eða nær 20 ár lét af störfum eftir síðustu áramót. Eru henni þökkuð frábær frumkvöðlastörf.

Þá hafa eftirfarandi aðilar unnið fyrir söfnuðinn í hlutastarfi, með verktöku eða í afleysingum: Erna Jóhannsdóttir, eldhús, Inga J. Backman og Reynir Jónasson Kór eldri borgara, Valdimar Tómasson kirkjuvörður og meðhjálpari og Björn Thorarensen hefur stýrt barnakórnum.

Starfsmenn barnastarfsins voru Sunna Dóra Möller, sem starfað hefur við kirkjuna í þrjá vetur en kvaddi okkur í byrjun sumars, Andrea Ösp Andradóttir, Ari Agnarsson, Ásgerður Höskuldsdóttir, Erla Björk Jónsdóttir, Guðjón Andri Reynisson, María Gunnlaugsdóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.

Mikið álag hefur verið á prestum og starfsfólki á árinu. Þeim, sjálfboðaliðum og öllum, sem hafa lagt kirkjunni lið, eru færðar kærar þakkir fyrir vel unnin störf og gott samstarf.

15. Sóknarnefnd.
Sóknarnefnd hélt 7 fundi á tímabilinu.

Eftirfarandi skipuðu sóknarnefnd:
Aðalmenn: Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður, Hanna Johannessen, varaformaður, Gríma Huld Blængsdóttir gjaldkeri, Benedikt Sigurðsson ritari, Droplaug Guðnadóttir, Lína Atladóttir og Magnús Kristinsson.

Varamenn: Kristján Egilsson, Sigurþór Heimisson, Auður Styrkársdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Pétur Pétursson, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, Þórdís Ívarsdóttir.

Hanna Johannessen lést í apríllok. Útför hennar fór fram frá kirkjunni 8. maí. Hanna var í sóknarnefnd kirkjunnar í 21 ár og vann ómetanlegt starf í þágu kirkjunnar. Hún var fulltrúi kirkjunnar í héraðsnefnd, var í stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar og safnaðarfulltrúi. Sóknarnefnd, prestar og starfsfólk kirkjunnar þakka samfylgd, vináttu og þjónustu hennar

Kristján Egilsson óskar ekki endurkjörs og Margrét Sigurðardóttir hættir í sóknarnefnd þar sem hún er flutt úr sókninni. Þeim eru þökkuð störf þeirra.

Kirkja er samfélag fólks. Það er undursamlegt og blessun að fá að vinna með öllu því góða fólki sem kemur að starfi Neskirkju. Fleiri þurfa að koma til starfa til að kirkjan geti sinnt köllun sinni.