Í þessari viku heimsótti kirkjan leikskólana Ægisborg, Skerjagarð og Grandaborg. Það er ótrúlega gaman hvað börnin eru glöð með að fá okkur í heimsókn og hvað starfsfólkið er jákvætt gagnvart kirkjustarfinu.
Í þessari viku heimsótti kirkjan leikskólana Ægisborg, Skerjagarð og Grandaborg. Það er ótrúlega gaman hvað börnin eru glöð með að fá mig í heimsókn og hvað starfsfólkið er jákvætt gagnvart kirkjustarfinu.
Starfið fer þannig fram að það er kveikt á kerti, sungið með börnunum og síðan eru brúður dregnar fram sem vekja ómælda kátínu meðal barnanna. Í þetta sinn var Solla brúða í rusli yfir því að hafa verið strítt af vinkonu sinni, Rebbi refur var að æfa sig að brosa með skemmtilegum afleiðingum og Engilráð andarungi fékk börnin til að syngja fyrir sig uppáhaldslagið hennar. Eldri börnin fengu að heyra sköpunarsögu Biblíunnar með myndasögubók.
Einhverjar fóstrur voru undrandi yfir því að sagði söguna þannig að Guð hafi skapað þau jafnt mann og konu og jöfn mann og konu en sagði ekki frá því að konan hafi verið sköpuð úr rifi mannsins. Glöggir lesendur 1. og 2. kafla 1. Mósebókar taka eftir því að þar er um tvær aðskildar sköpunarsögur að ræða en ekki samfellda frásögn. Í þeirri fyrri sem segir heiminn skapaðann á sjö dögum eru kynin sköpuð í sömu andrá og saman í mynd Guðs.
1. Mósebók 1:27-28: Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.
Ég tók nokkrar myndir bæði á Ægisborg og Grandaborg sem sýna hversu frábær börnin á leikskólunum eru. Því miður gleymdist myndavélin í Skerjagarðs heimsókninni en það stendur til bóta í desemberheimsókninni.