Söngsveitin Fílharmónía og Kór Neskirkju halda sameiginlega tónleika í Neskirkju laugardaginn 15. mars kl. 17. Efnisskráin er fjölbreytt og inniheldur verk eftir bæði íslenska og erlenda höfunda frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar. Kórarnir syngja ýmist í sitthvoru lagi eða saman. Saman flytja kórarnir m.a. „Northern lights“ eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo (1978). Stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu er Magnús Ragnarsson og stjórnandi Kórs Neskirkju er Steingrímur Þórhallsson.
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og eru allir hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir taka um eina klukkustund.