Rúmlega 300 manns mættu til æskulýðsmessu í gær og brögðuðu á Lengstu Skúffuköku Vesturbæjar í messukaffinu. Kakan varð á endanum 9.1 metri sem setur markið hátt fyrir næsta ár. Stuttmyndin sem var sýnd í messunni er nú aðgengileg á myndasíðu barnastarfsins, sem og myndir af kökunni. Prédikun umsjónarmanns Barna- og Unglingastarfs Neskirkju er hægt að lesa á annálnum hans. Afgangar af kökunni voru nýttir af Hjálpræðishernum og við kunnum Björnsbakarí kærar þakkir fyrir stuðninginn.