Hvaða gildi hafa boðorðin í nútímanum? Frá og með 25. janúar 2009 verða þessar fornu reglur ræddar. Í stað þess að leggja út af texta kirkjuársins verður prédikað út einu boðorði í hvert sinn. Frætt verður um samhengi þeirra, merkingu og hvernig má nýta þau í líf einstaklings og samfélags. Þau eru ekki leiðinleg bönn, heldur jákvæðar lífsreglur, ábendingar um lífshætti sem geta þjónað fólki og samfélagi.
Hvernig er ellefta boðorðið spurði dr. Þórir Kr. Þórðarson nemendur sína í guðfræðideild. Þeir horðu hissa á kennara sinn og könnuðust aðeins við tíu. Prófesorinn kímdi og sagði: Þér skuluð ekki vera leiðinlegir! Auðvitað var hann að kenna afstöðu til lífsins, fræðanna en líka boðorðanna.
Samfélagsverkefni okkar næstu misserin er að ákveða snið hins nýja Íslands, hvers konar samfélag við viljum handan kreppu. Getur verið að boðorðin tíu miðli visku sem við getum nýtt okkur? Þau hafa oft verið kölluð umferðarreglur lífsins, gildi fyrir líf kynslóða Orðfærið er kannski framandi en viskan merkileg.
Í prédikunum í Neskirkju frá og með 25. janúar 2009 verða boðorðin rædd. Í stað þess að leggja út af texta kirkjuársins verða orðin tíu íhuguð, jafnan eitt boðorð í hvert sinn. Frætt verður um samhengi þeirra, merkingu og hvernig má nýta þau í líf einstaklings og samfélags. Þau eru ekki leiðinleg bönn, heldur jákvæðar lífsreglur, ábendingar um lífshætti sem geta þjónað fólki og samfélagi vel.
Fyrsta boðorðið verður rætt 25. janúar og síðan eitt boðorð á hverjum sunnudegi þar á eftir. Messur og barnastarf Neskirkju hefjast kl. 11. Súpa, kaffi, samfélag og kröftugar umræður eftir messu.
Hvernig er fyrsta boðorðið? Ef þú manst það ekki eða vilt öðlast betri skilning eru messur í Neskirkju öllum opnar. Velkomin.