Viltu ná sambandi? Í hverri viku ársins er fyrirbænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Beiðni um fyrirbæn má koma til prestanna. Í kirkjuna er gott að koma, ekkert gjald er tekið meðan beðið er. Svo er sambandið gott, rofnar aldrei og flutningsgetan mikil! Allir velkomnir.
Viltu ná sambandi? Ekkert gjald meðan beðið er hjá Símanum og ekki heldur í kirkjunni. Kirkjan er ekki aðeins opin á sunnudögum heldur líka hvunndags. Ljós lifir á altari Neskirkju flesta daga og kallar til bæna. Í forkirkjunni eru ker fyrir bænaljós. Margir koma í kirkjuna til að kveikja á kertum og njóta kyrrðarstundar.
Í hverri viku ársins er fyrirbænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Við upphaf er leikið á orgel og klukkum hringt. Síðan er sunginn sálmur, lesinn ritningartexti og prestur flytur örhugvekju. Eftir fyrirbænir er altarisganga. Mörgum þykir gott að geta gengið í guðshús í miðri viku og þegið sakramenti. Að messu lokinn getur fólk fengið sér hressingu á Torginu, súpu og brauð, kaffi og meðlæti. Beiðni um fyrirbæn má koma til prestanna.
Í kirkjuna er gott að koma, ekkert gjald er tekið meðan beðið er. Svo er sambandið gott, rofnar aldrei og flutningsgetan mikil! Allir velkomnir.