Við, menn, spyrjum um orsakir, en Jesús um ávöxt. Menn spyrja um tildrög, en Jesús um merkingu. Menn leita aftur, en Jesús beinir sjónum fram á veginn. Menn sjá lokuð kerfi orsaka og afleiðinga, en Jesús sýnir plúsana í lífinu. Menn rækta löghyggju, en Jesús bendir til frelsis. Menn loka – Jesús opnar. Menn læsast – Jesús leysir. Prédikun Sigurðar Árna 6. október 2013 er að baki báðum smellununum á tru.is og sigurdurarni.is. RÚV útvarpaði frá messunni og hægt að nálgast upptöku á þessari smellu á slóð RÚV.