Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Dalla Þórðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gaman. Umsjón María, Sunna Dóra, Andrea, Ari og Alexandra. Samfélag á Torginu eftir messu.