Þegar nýja safnaðarheimilið var byggt var fánastöngin fjarlægð enda stóð hún þar sem kaffitorgið er nú. En kirkja verður að hafa fánastöng og fána til að flagga á stundum gleði og sorgar. Í dag á þrenningarhátið var fáni dreginn að húni á ný við Neskirkju.
Gjafmild hjón gáfu stöng og fána og verið er að útbúa tvo skildi á kirkju og safnaðarheimil með upplýsingum um byggingarnar sem verða settir upp síðar í sumar og eru einnig gjöf frá sömu hjónum. Guð elskar glaðan gjafara, segir á einum stað og gefendum er hér með þakkað og þeim beðið blessunar.
Á myndinni er Droplaug Guðnadóttir varaformaður sóknarnefndar.