Fimmta og síðasta biblíumáltíðin verður fimmtudaginn, 13. nóvember, kl. 12. Sagan um týnda soninn í Lúk. 15 er ein af lykilsögum fyrir dramatískar kreppuaðstæður okkar. Hvað merkir sagan og hvernig var veislan sem pabbinn hélt manninum sem sóaði auði fjölskyldunnar? Týndir og fundnir hjartanlega velkomnir og allir hinir líka.
Ég vek athygli á að fimmta og síðasta biblíumáltíðin (a.m.k. á þessu ári) verður á morgun, fimmtudag, 13. nóvember, kl. 12. Og hvað á að elda og íhuga? Á morgun verður það veisla til heiðurs týnda syninum.
Við prestar upplifum þessa daga að textar Biblíunnar rísa upp, passa við hinar dramatísku aðstæður okkar. Sagan um týnda soninn í 15. kafla Lúkasarguðspjalls er ein af lykilsögum fyrir tímann. Hver var og er týndur?
Ég marineraði 18 kíló af úrvals alikálfakjöti í dag. Í kryddgrautinn fór það konunglega krydd basilika, tímían, salvía, oregano, sletta af estragon, pipar og salt, hundrað hvítlauksrif og hálfur poki af furuhetum. Við Ólafía Björnsdóttir, matráður stekjum svo í fyrramálið, kryddum með apríkósum, döðlum og perum.
Týndir og fundnir hjartanlega velkomnir á morgun og allir hinir líka. Vissara er að koma snemma – biblíumatur er eftirsóttur. Biblían er matarmikil og er sálinni til líflína.