Kirkjuhúsið Neskirkja – fyrsta nútímakirkjan á Íslandi – er merkilegt byggingar- og menningar-sögulegt djásn. En fegurð Neskirkju verður þó skilgreind af öðru en ytri ásýnd. Kirkja er hús fyrir samfélag, fyrir mikilvægustu söngva lífsins og bestu orð veraldar. Kirkja er veruleiki og samhengi þess að himin og jörð kyssast. Prédikun á kirkjudegi Neskirkju 24. mars að baki þessum smellum á tru.is og sigurdurarni.is.