Sjö sinnum sagði hann “ég er” og bætti svo við stórum hugtökum. Þar með urðu til öflug myndhvörf, ný guðfræði og ný veröld. En tengist þessi merkilega sjöa Jesú sjálfsskilningi fólks og hvernig við lifum? Já. Prédikunin í Neskirkju 10. mars – fjórða sunnudag í föstu – er bæði á tru.is og sigurdurarni.is og ef smellt er á annaðhvort má nálgast texta prédikunarinnar.