Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var haldinn hátíðlegur í Neskirkju við fjölmenna guðþjónustu. Barnakór og stúlknakór Neskirkju leiddu tónlist og æskulýðskrakkar úr æskulýðsfélaginu NeDó þjónuðu. Guðþjónustunni var útvarpað og má hlýða á hana á RÚV.is. Prédikun sr. Sigurvins Lárusar Jónssonar Bernskuhamingja er drýgsta veganestið til lífsgæfu má lesa á sigurvin.annall.is.