31. desember – Gamlárskvöld
Aftansöngur kl. 18.00. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.
1. janúar – Nýársdagur
Hátíðarmessa kl. 14.00. Einsöngur Gissur Páll Gissurason. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Starfsfólk og prestar Neskirkju þakka sóknarfólki í Nessókn og landsmönnum öllum samfylgd í blíðu og stríðu og biðja öllum blessunar Guðs á nýju ári.