Messa og barnastarf sunnudaginn 20. apríl kl. 11. Sr. Örn Bárður prédikar og þjónar fyrir altari.
Prédikunina er hægt að hlusta á hér.
Messa og barnastarf sunnudaginn 20. apríl kl. 11. Sr. Örn Bárður prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuhópur þjónar í messunni. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Börnin byrja í messunni en fara síðan til sinna starfa. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson. Matarhópur reiðir fram súpu, brauð og kaffi á Torginu eftir messu. Allir velkomnir.
Að messu lokinni verður beðið fyrir sjúkum með handayfirlagningu og þeir smurðir með olíu skv. Jakobsbréfi 5.14: Sé einhver sjúkur ykkar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðja fyrir honum.