Lífið er saltfiskur. Alla föstudaga til 14. mars – verður boðið upp á saltfiskmáltíð í hádeginu á Kaffitorgi Neskirkju í tilefni föstunnar. Föstudaginn 22. febrúar mun Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins, koma og ræða við matargesti.
Lífið er saltfiskur. Föstudaginn 8. febrúar n.k. – og alla föstudaga til 14. mars – verður boðið upp á saltfiskmáltíð í hádeginu á Kaffitorgi Neskirkju í tilefni föstunnar. Föstudaginn 22. febrúar
mun Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins, koma og ræða við matargesti. Máltíðin kostar kr. 1200 og af upphæðinni renna 300 kr. til Hjálparstarfs kirkjunnar. Föstum og gerum gott! Sem sagt: Milli 12 og 13 á föstudaginn!
Um aldir hafa Íslendingar framleitt saltfisk á Evrópumarkað, sem einkum var og er seldur til kaþólsku landanna, þar sem fastan hefur djúpar rætur. Tengsl föstu og saltfisks, viðskipta og trúar, eiga sér því langa sögu.
Ólafía Björnsdóttir, matráðskona í Neskirkju, mun töfra fram suður-evrópska saltfiskrétti á föstunni.
Sem sagt: Saltfiskur í hádeginu á föstudögum alla föstuna.
Verið velkomin í saltfisk í Neskirkju!