Opið hús miðvikudaginn 16. nóvember. Ólafur Davíðsson fyrrum ráðuneytisstjóri og sendiherra lauk starfsævinni sem sendiherra í Berlín. Áður starfaði hann sem ráðuneytisstjóri í 13 ár. Trúnaðarstörfin og samskipti við fulltrúa erlendra þjóða, hvernig ganga þau fyrir sig? Vangaveltur í kjölfar viðburðarríkrar starfsævi. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15 og hefst með kaffiveitingum á Torginu.