Á öðrum sunnudegi í aðventu kveikja börnin á tveimur kertum á aðventukransinum. Messuhópur þjónar í athöfninni sem hefst kl. 11. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr Kór Neskirkju stýra söng. Kór Orkuveitunnar syngur í athöfninni. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Matarhópur sér um hádegisverð eftir messu.
Á öðrum sunnudegi í aðventu kveikja börnin á tveimur kertum á aðventukransinum. Messuhópur þjónar í athöfninni sem hefst kl. 11. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr Kór Neskirkju stýra söng. Kór Orkuveitunnar syngur. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Matahópur sér um hádegisverð eftir messu.
Í messuhóp þessa sunnudags eru: Elín Sóley Kristinsdóttir, Ingirbjörg R. Guðmundsdóttir, Droplaug Guðnadóttir, Magnús Magnússon, Sesselja Sigurðardóttir Thorberg. Í matahópnum eru Hildur Jónsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir.
Í barnamessunni verða Björg Jónsdóttir og Sigurvin Jónsson með dagskrá. Ari Agnarsson sér um tónlista. Börnin byrja í messunni en fara svo í safnaðarheimilið eftir söng og kertakveikju.