Lokatónleikar hátíðarinnar Tónað inn í aðventu verða fimmtudagskvöldið 6. desember klukkan 20:00 en þar mun Kór Neskirkju ásamt fjórum einsöngvurum og hljómsveit frumflytja á Íslandi óratoríuna „L’Allegro, il Penseroso ed il Moderato“ eftir meistara G. F. Händel Óratóríuna samdi hann einu ári áður en meistaraverkið „Messías“. Miðaverð 2.500 kr. við innganginn og 2.000 kr. í forsölu hjá 12 Tónum.
Lokatónleikar hátíðarinnar Tónað inn í aðventu verða fimmtudagskvöldið 6. desember klukkan 20:00 en þar mun Kór Neskirkju ásamt fjórum einsöngvurum og hljómsveit frumflytja á Íslandi óratoríuna „L’Allegro, il Penseroso ed il Moderato“ eftir meistara G. F. Händel Óratóríuna samdi hann einu ári áður en meistaraverkið „Messías“.
Leikið verður á barrokkhljóðfæri og er þetta líklega stærsta hljómsveit af því taginu sem sett hefur verið saman af hljóðfæraleikurum sem starfa á Íslandi. Það er gleðiefni að verða vitni að því að smám saman er að skapast reynsla hjá innlendum hljóðfæraleikurum í að leika á upprunaleg hljóðfæri.
Einsöngvarar á tónleikunum verða Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Marta Halldórsdóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Hrólfur Sæmundsson baritón. Konsertmestari er Martin Frewer en stjórnandi Steingrímur Þórhallsson.
Miðaverð 2.500 kr. við innganginn og 2.000 kr. í forsölu hjá 12 Tónum.