Kirkja er fjölskylda og allir hafa hlutverk. Merk nýung varð í sögu Nessafnaðar í messunni 25. nóvember. Fyrsti messuhópurinn þjónaði við messuna. Byltingin í messuhaldi varð fyrir löngu í Neskirkju varðandi þátttöku leikmanna. Nú er hún staðfest með formlegum þjónustuhópum.
Kirkja er fjölskylda og allir hafa hlutverk. Merk nýung varð í sögu Nessafnaðar í messunni 25. nóvember. Fyrsti messuhópurinn þjónaði við messuna. Byltingin í messuhaldi varð fyrir löngu í Neskirkju varðandi þátttöku leikmanna. Nú er hún staðfest með formlegum þjónustuhópum. Enn má bæta í hópana, þeir eru ekki fullskipaðir. Þau sem hafa áhuga á sjálboðaliðastarfi af þessu tagi er velkomin til starfa. Matarhópar hafa starfað við kirkjuna og undirbúið messukaffi og einstaka máltíðir. Nú verður einnig skipað í slíka hópa.
Leikmennirnir axla æ meiri ábyrgð í nútímakirkju. Það eru ekki bara prestur, organisti, meðhjálpari og kór, sem þjóna við messur Neskirkju heldur sístækkandi hópur sjálfboðaliða sem njóta guðsþjónustulífsins, meta það mikils og sjá gildi í að þjóna í messunni og gleðjast í Torgsamfélaginu eftir messu. Í matarhópnum 25. nóvember voru Þórdís Ívarsdóttir, Hildur dóttir hennar, og Margrét Sigurðardóttir. Í messuhópnum voru Agnes Eggertsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Guðrún Júlíusdóttir, Valdimar Tómasson og Viktor Stefánsson. Rúnar Reynisson er „príor“ messuhópanna, sér um skráningu og fyrirkomulag.
Hvað gera messuhópar og hvert er hlutverk þeirra. Messuþjónarnir, þ.e. meðlimir hópanna, undirbúa messugerðina, taka á móti þeim sem sækja kirkju, lesa lexíu og pistil, biðja kirkjubæn fyrir hönd safnaðar, útdeila með prestunum og m.a.s. undirbúa prédikun með prestinum með því að ræða prédikunartextann í vikunni á undan þjónustuhelginni. Starf messuhópanna er skilgreint í samræmi við stefnu Fredrik Modéus, prests í Helgeandskirkjunni í Lundi. Prófasturinn í R-vestra, sr Jón Dalbú Hróbjartsson, hefur beitt sér fyrir stofnun messuhópa í söfnuðum prófastsdæmisins.
Aukin þjónusta leikmanna rýrir ekki starf presta. Sem fyrr stýra prestarnir helgihaldi og prédika í messunum. En messa er mál safnaðar. Þjóðkirkja Íslands starfar í anda hinnar evangelísk-lútersku hefðar og leggur áherslu á að allir kristnir menn hafi jöfnum hlutverkum að gegna í kristnilífinu þó kirkjuleg hlutverk séu ólík. Að messuhópar skuli nú stofnaðir er eðlileg tjáning á, að kirkjan er okkar, messan er og á að vera samfélag. Tákn starfa kirkjunnar er hringur en ekki stigi! Messuhópar eru stórkostlegt dýrmæti í kirkjustarfi. Það eru mikil forréttindi fyrir okkur presta að fá að vinna með svona gjafmildu fólki.